Að undanförnu hafa makrílskipin veitt vel í íslenskum sjó. Í Neskaupstað er verið að vinna úr Vilhelm Þorsteinssyni EA og kom Börkur NK þangað í morgun með 1.380 tonn. Barði NK og Margrét EA eru á miðunum og Beitir NK er að koma á miðin eftir að hafa landað í Noregi.
Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við Hjörvar Hjálmarsson skipstjóra á Berki og spurði hann hvernig veiðar gengju.
Mun stærri en Smugufiskurinn
„Þær hafa gengið vel núna og mikilvægt er að nú er veitt í íslenskum sjó. Það skiptir svo sannarlega máli hvort veitt er um 200 mílur frá landinu eða 400-500 mílur eins og var þegar veitt var langt út í Smugunni. Nú höfum við verið að veiða alveg við línuna um 200 mílur frá landinu. Fiskurinn, sem við erum að veiða núna, er bæði stór og fallegur og mun stærri en Smugufiskurinn. Þetta er um 600 gramma fiskur. Það hefur gengið svo vel síðustu daga að þurft hefur að hægja á veiðunum. Skipin í okkar samstarfi stoppuðu veiðar til dæmis frá laugardegi og fram á seinni part sunnudags. Það verður að haga veiðunum þannig að aflinn henti vel til vinnslu og því þarf stundum að hægja á og eins er stutt dregið. Menn eru mjög glaðir að vera aftur farnir að fiska innan íslenskrar lögsögu og vonandi endist það sem lengst. Annars versnaði veðrið þegar við vorum að ljúka veiðum og líkur eru á umhleypingum næstu daga,” segir Hjörvar.
Að undanförnu hafa makrílskipin veitt vel í íslenskum sjó. Í Neskaupstað er verið að vinna úr Vilhelm Þorsteinssyni EA og kom Börkur NK þangað í morgun með 1.380 tonn. Barði NK og Margrét EA eru á miðunum og Beitir NK er að koma á miðin eftir að hafa landað í Noregi.
Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við Hjörvar Hjálmarsson skipstjóra á Berki og spurði hann hvernig veiðar gengju.
Mun stærri en Smugufiskurinn
„Þær hafa gengið vel núna og mikilvægt er að nú er veitt í íslenskum sjó. Það skiptir svo sannarlega máli hvort veitt er um 200 mílur frá landinu eða 400-500 mílur eins og var þegar veitt var langt út í Smugunni. Nú höfum við verið að veiða alveg við línuna um 200 mílur frá landinu. Fiskurinn, sem við erum að veiða núna, er bæði stór og fallegur og mun stærri en Smugufiskurinn. Þetta er um 600 gramma fiskur. Það hefur gengið svo vel síðustu daga að þurft hefur að hægja á veiðunum. Skipin í okkar samstarfi stoppuðu veiðar til dæmis frá laugardegi og fram á seinni part sunnudags. Það verður að haga veiðunum þannig að aflinn henti vel til vinnslu og því þarf stundum að hægja á og eins er stutt dregið. Menn eru mjög glaðir að vera aftur farnir að fiska innan íslenskrar lögsögu og vonandi endist það sem lengst. Annars versnaði veðrið þegar við vorum að ljúka veiðum og líkur eru á umhleypingum næstu daga,” segir Hjörvar.