„Þetta er nú bara svona nett fjölskyldufyrirtæki,“ segir Hólmsteinn Björnsson, annar aðaleigenda útgerðarfyrirtækisins Hólmsteins Helgasonar ehf. á Raufarhöfn sem varð sjötíu ára í júní.
Það var afi Hólmsteins og nafni, Hólmsteinn Helgason, sem stofnaði útgerðina árið 1954.
„Afi var reyndar búinn að vera að gera út og stússa töluvert áður en þetta varð hlutafélag. Þannig að þessi saga er orðin ansi löng,“ segir Hólmsteinn. Útgerðin hafi byrjað með gömlum báti sem hét Kristinn.
Rækjan hrundi í Öxarfirði
„Síðan verður hann gamall og úreltur þannig að pabbi minn og systkini hans létu smíða tuttugu tonna bát,“ segir Hólmsteinn. Þá hafði faðir hans tekið við rekstrinum. „Það átti að smíða nýja bátinn í Vestmannaeyjum en sú smíði var reyndar flutt í Hafnarfjörð við gosið. Sá bátur hét Viðar ÞH 17.“
Með tímanum hafa orðið breytingar á útgerðinni eins og gengur.
„Við vorum um tíma inn í rækjuveiðum í Öxarfirði og vorum þá með stærri bát í rekstri. Eftir að það hrundi höfum við verið með tvo þokkalega tólf metra plastbáta,“ segir Hólmsteinn. Það séu bátarnir Kristinn ÞH og Björn Hólmsteinsson ÞH. Sá fyrrnefndi sé Víkingur og hinn sé Sómabátur.
Tveir tólf metra bátar
„Björn er tólf metra Sómi, það voru byggðir tveir svoleiðis bátar á sínum tíma áður en fyrirtækið lagði upp laupana. Þeir eru ólíkir í útliti en eru mjög sambærilegir að getu,“ segir Hólmsteinn. Bátana tvo segir hann ýmist gerða út samtímis eða annan í einu. Hann leggur áherslu á að félagið sé aðeins lítið fjölskyldufyrirtæki.
„Við erum ekkert að drepa okkur í sókn. Við höfum til dæmis ekki verið á línu í tíu til fimmtánár. Þetta eru annars vegar netaveiðar og svo handfæraveiðar á sumrin,“ segir Hólmsteinn. Þunginn í veiðinni sé þorskur og einhver grásleppa.
„Við erum með á bilinu 300 til 400 tonn í aflaheimildum og það dugar til að halda þessum bátum í vinnu,“ segir Hólmsteinn. Í áhöfn hvors báts séu þrír á veturna og tveir á sumrin þegar þeir eru gerðir út.
Munar um útgerðina
„Það munar um það að minnsta kosti,“ svarar Hólmsteinn spurður hvort þessi rekstur skipti ekki talsverðu málið fyrir lítið pláss eins og Raufarhöfn. Aflanum er öllum landað þar
„Stundum er ég með fasta kaupendur einhvers staðar, stundum fer þetta á markaðinn, stundum erum við að selja til GPG frá Húsavík sem er með frystihúsið hérna. Við erum löngu hættir að verka sjálfir,“ segir Hólmsteinn.
GPG er að sögn Hólmsteins bæði með línuskipið Jökul ÞH og línubátinn Háey I ÞH skráðan á Raufarhöfn. Þessi bátar landi miklu þar, sérstaklega Háey. Síðan sé talsvert gert út af strandveiðibátum frá Raufarhöfn.
„Flestir þeirra byrja á grásleppu í mars og svo tekur strandveiðitímabilið við 1. maí. Þegar það er búið eiga einhverjir þeirra dálitlar heimildir sem þeir eru að vinna með inn í ágúst eftir að strandveiðunum lýkur,“ segir Hólmsteinn.
Afar viðkvæm staða
Maí og júní segir Hólmsteinn venjulega mjög erfiða í strandveiðinni í þessum landshluta eins og allir viti. Eftir miðjan júní hafi þó verið mjög góð veiði, stór og fínn fiskur.
„En fyrri hluti tímabilsins er náttúrlega bara óttaleg hörmung. Þetta er smár og ódýr fiskur sem menn eru að veiða í fjörunum. Menn eru ekki sáttir við sína stöðu í þessu. Þessu var breytt fyrir nokkrum árum til hins verra. Það var afnumin svæðaskiptingin og það kemur ekki vel út hérna.“
Íbúafjöldann á Raufarhöfn segir Hólmsteinn hafa haldið sér undanfarin ár. „Það eru allir með vinnu hérna. Það tengist fyrst og fremst sjónum; GPT og þessari útgerð hérna. En þetta eru ekki nema um 190 manns þannig að þetta er náttúrlega ofboðslega viðkvæmt,“ bendir hann á.
Afbókanir á hótelinu
Hið þekkta Hótel Norðurljós er í eigu dótturfélags Hólmsteins Helgasonar ehf. „Það er verulegur samdráttur hér í sumar, mikið af bókunum,“ segir Hólmsteinn um rekstur hótelsins. Skýringarnar séu margar, til dæmis minni kaupmáttur úti í Evrópu, fólk hafi stytt ferðalögin og sé hrætt við að verða innlyksa hér ef það færi að gjósa.
„En þetta kemur misjafnlega út. Við verðum sjálfsagt verst fyrir þessu hérna, lengst frá Reykjavík. Fólk styttir ferðirnar sínar og gefur sér ekki tíma til að koma út á hornin. Ég held að þeir verði ekki eins mikið varir við þetta eins og á Suðurlandi eða í borginni.“
„Þetta er nú bara svona nett fjölskyldufyrirtæki,“ segir Hólmsteinn Björnsson, annar aðaleigenda útgerðarfyrirtækisins Hólmsteins Helgasonar ehf. á Raufarhöfn sem varð sjötíu ára í júní.
Það var afi Hólmsteins og nafni, Hólmsteinn Helgason, sem stofnaði útgerðina árið 1954.
„Afi var reyndar búinn að vera að gera út og stússa töluvert áður en þetta varð hlutafélag. Þannig að þessi saga er orðin ansi löng,“ segir Hólmsteinn. Útgerðin hafi byrjað með gömlum báti sem hét Kristinn.
Rækjan hrundi í Öxarfirði
„Síðan verður hann gamall og úreltur þannig að pabbi minn og systkini hans létu smíða tuttugu tonna bát,“ segir Hólmsteinn. Þá hafði faðir hans tekið við rekstrinum. „Það átti að smíða nýja bátinn í Vestmannaeyjum en sú smíði var reyndar flutt í Hafnarfjörð við gosið. Sá bátur hét Viðar ÞH 17.“
Með tímanum hafa orðið breytingar á útgerðinni eins og gengur.
„Við vorum um tíma inn í rækjuveiðum í Öxarfirði og vorum þá með stærri bát í rekstri. Eftir að það hrundi höfum við verið með tvo þokkalega tólf metra plastbáta,“ segir Hólmsteinn. Það séu bátarnir Kristinn ÞH og Björn Hólmsteinsson ÞH. Sá fyrrnefndi sé Víkingur og hinn sé Sómabátur.
Tveir tólf metra bátar
„Björn er tólf metra Sómi, það voru byggðir tveir svoleiðis bátar á sínum tíma áður en fyrirtækið lagði upp laupana. Þeir eru ólíkir í útliti en eru mjög sambærilegir að getu,“ segir Hólmsteinn. Bátana tvo segir hann ýmist gerða út samtímis eða annan í einu. Hann leggur áherslu á að félagið sé aðeins lítið fjölskyldufyrirtæki.
„Við erum ekkert að drepa okkur í sókn. Við höfum til dæmis ekki verið á línu í tíu til fimmtánár. Þetta eru annars vegar netaveiðar og svo handfæraveiðar á sumrin,“ segir Hólmsteinn. Þunginn í veiðinni sé þorskur og einhver grásleppa.
„Við erum með á bilinu 300 til 400 tonn í aflaheimildum og það dugar til að halda þessum bátum í vinnu,“ segir Hólmsteinn. Í áhöfn hvors báts séu þrír á veturna og tveir á sumrin þegar þeir eru gerðir út.
Munar um útgerðina
„Það munar um það að minnsta kosti,“ svarar Hólmsteinn spurður hvort þessi rekstur skipti ekki talsverðu málið fyrir lítið pláss eins og Raufarhöfn. Aflanum er öllum landað þar
„Stundum er ég með fasta kaupendur einhvers staðar, stundum fer þetta á markaðinn, stundum erum við að selja til GPG frá Húsavík sem er með frystihúsið hérna. Við erum löngu hættir að verka sjálfir,“ segir Hólmsteinn.
GPG er að sögn Hólmsteins bæði með línuskipið Jökul ÞH og línubátinn Háey I ÞH skráðan á Raufarhöfn. Þessi bátar landi miklu þar, sérstaklega Háey. Síðan sé talsvert gert út af strandveiðibátum frá Raufarhöfn.
„Flestir þeirra byrja á grásleppu í mars og svo tekur strandveiðitímabilið við 1. maí. Þegar það er búið eiga einhverjir þeirra dálitlar heimildir sem þeir eru að vinna með inn í ágúst eftir að strandveiðunum lýkur,“ segir Hólmsteinn.
Afar viðkvæm staða
Maí og júní segir Hólmsteinn venjulega mjög erfiða í strandveiðinni í þessum landshluta eins og allir viti. Eftir miðjan júní hafi þó verið mjög góð veiði, stór og fínn fiskur.
„En fyrri hluti tímabilsins er náttúrlega bara óttaleg hörmung. Þetta er smár og ódýr fiskur sem menn eru að veiða í fjörunum. Menn eru ekki sáttir við sína stöðu í þessu. Þessu var breytt fyrir nokkrum árum til hins verra. Það var afnumin svæðaskiptingin og það kemur ekki vel út hérna.“
Íbúafjöldann á Raufarhöfn segir Hólmsteinn hafa haldið sér undanfarin ár. „Það eru allir með vinnu hérna. Það tengist fyrst og fremst sjónum; GPT og þessari útgerð hérna. En þetta eru ekki nema um 190 manns þannig að þetta er náttúrlega ofboðslega viðkvæmt,“ bendir hann á.
Afbókanir á hótelinu
Hið þekkta Hótel Norðurljós er í eigu dótturfélags Hólmsteins Helgasonar ehf. „Það er verulegur samdráttur hér í sumar, mikið af bókunum,“ segir Hólmsteinn um rekstur hótelsins. Skýringarnar séu margar, til dæmis minni kaupmáttur úti í Evrópu, fólk hafi stytt ferðalögin og sé hrætt við að verða innlyksa hér ef það færi að gjósa.
„En þetta kemur misjafnlega út. Við verðum sjálfsagt verst fyrir þessu hérna, lengst frá Reykjavík. Fólk styttir ferðirnar sínar og gefur sér ekki tíma til að koma út á hornin. Ég held að þeir verði ekki eins mikið varir við þetta eins og á Suðurlandi eða í borginni.“