Víkingur AK kom með fyrsta loðnufarminn til Vopnafjarðar klukkan átta í morgun. Þetta kemur fram í frétt Brims en aflinn, sem er um 2.100 tonn, fékkst í níu holum um 45 sjómílur norður af Melrakkasléttu.

Róbert Hafliðason var skipstjóri í þessari veiðiferð.

Úthlutaður afli Brims í loðnu á vertíðinni er 113 þúsund tonn og því næg verkefni framundan.

Venus og Svanur eru á miðunum og eru komin með góðan afla og ættu að geta lagt af stað í dag eða á morgun til Vopnafjarðar, segir jafnframt í fréttinni.