Grænlenska uppsjávarskipið Tasilaq kom til Fáskrúðsfjarðar í gær og er að landa 500 tonnum af loðnu hjá Loðnuvinnslunni. Um er ræða fyrstu loðnuna sem berst til Fáskrúðsfjarðar á nýju ári.
Frá þessu segir á heimasíðu Loðnuvinnslunnar.
Loðnan fer til bræðslu en staðið hafa yfir allmiklar breytingar sem eru gerðar til að auka afköst verksmiðjunnar, enda viðbúið að til Fáskrúðsfjarðar berist mikið magn loðnu.
Hér má lesa um þær breytingar sem gerðar hafa verið á verksmiðju Loðnuvinnslunnar.