Bergur VE kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í fyrradag með fullfermi af karfa að eftir stutta veiðiferð að því er segir á heimasíðu Síldarvinnslunnar.

Ragnar Waage Pálmason skipstjóri segir veiðina hafa gengið býsna vel og verið góða og jafna.

„Veitt var á Reykjaneshryggnum en síðasta holið var þó tekið á Fjórtán mílna hryggnum. Þarna var nóg af karfa á báðum stöðum og veðrið var hið þokkalegasta en þó fengum við kaldafýlu á landleiðinni. Staðreyndin er sú að það kom okkur á óvart hve vel gekk að veiða,“ er haft eftir Ragnari á svn.is.

Túrinn var aðeins um tveir sólarhringar höfn í höfn að sögn Ragnars. „Sextán tímar fóru í stím þannig að við vorum einungis þrjátíu tíma að veiðum. Menn geta ekki verið annað en sáttir við það. Næsti túr verður væntanlega ýsutúr og þá verður farið austureftir.”

Bergur VE kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í fyrradag með fullfermi af karfa að eftir stutta veiðiferð að því er segir á heimasíðu Síldarvinnslunnar.

Ragnar Waage Pálmason skipstjóri segir veiðina hafa gengið býsna vel og verið góða og jafna.

„Veitt var á Reykjaneshryggnum en síðasta holið var þó tekið á Fjórtán mílna hryggnum. Þarna var nóg af karfa á báðum stöðum og veðrið var hið þokkalegasta en þó fengum við kaldafýlu á landleiðinni. Staðreyndin er sú að það kom okkur á óvart hve vel gekk að veiða,“ er haft eftir Ragnari á svn.is.

Túrinn var aðeins um tveir sólarhringar höfn í höfn að sögn Ragnars. „Sextán tímar fóru í stím þannig að við vorum einungis þrjátíu tíma að veiðum. Menn geta ekki verið annað en sáttir við það. Næsti túr verður væntanlega ýsutúr og þá verður farið austureftir.”