Vaxandi eftirspurn er eftir laxi frá Íslandi inn á Bandaríkin og þá einnig með flugi. Til að mæta þessari eftirspurn fór full þota af laxi frá Arctic Fish í dag sem lendir á JFK í New York. Alls er um að ræða 40 tonn af laxi sem slátrað var í Bolungarvík í gær sem verður kominn verður í verslanir í New York um helgina. Það er þota frá Icelandair Cargo sem flytur laxinn í heimsborgina handan Atlantsála.