Umdeilt frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi er ekki á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur. Ráðherra segir að ágreiningur sé um málið innan ríkisstjórnarflokkanna. RÚV greinir frá þessu.
Bjarkey mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í apríl. Ákvæði í frumvarpinu um að veita laxeldisfyrirtækjum ótímabundið rekstrarleyfi í íslenskum fjörðum var harðlega gagnrýnt og einnig ákvæði um sektargreiðslur vegna slysa í sjókvíaeldum. Breytingar voru gerðar á frumvarpinu en ekki náðist samstaða um að afgreiða það fyrir þinglok.
„Eins og ég hef sagt áður þá höfum við ekki komist að niðurstöðu í meirihlutanum um það hvernig við getum klárað okkur af þessu. Á meðan að sá ágreiningur er ekki leystur þá hef ég ekki séð ástæðu til að leggja málið fram en vil um leið segja að það er verið að vinna að fulli í því að reyna að ná saman,“ segir Bjarkey.
Hún segir eftir sem áður mikilvægt að styrkja lagaramma um lagareldi og vill því ekki útilokað að málið verði lagt fram í breyttri mynd áður en Alþingi lýkur störfum í vor.
„Að mínu mati þurfum við að klára þetta mál. Ég sagði það þegar ég mælti fyrir því að þetta væri þrátt fyrir allt til hins betra. Umgjörðin eins og hún er í dag er ekki góð. En þegar vanda skal til verka þá er líka ágætt að gera það með þessum hætti. Þetta er búið að fara í gegnum mikla umræðu og mun þá aftur fara, kjósi ég að leggja það fram, í gegnum samráðsgátt og hið hefðbundna ferli. Ég tel að það sé vænlegast að gera það þannig en ekki setja það beint inn í þingið aftur óbreytt,“ segir Bjarkey.
Umdeilt frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi er ekki á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur. Ráðherra segir að ágreiningur sé um málið innan ríkisstjórnarflokkanna. RÚV greinir frá þessu.
Bjarkey mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í apríl. Ákvæði í frumvarpinu um að veita laxeldisfyrirtækjum ótímabundið rekstrarleyfi í íslenskum fjörðum var harðlega gagnrýnt og einnig ákvæði um sektargreiðslur vegna slysa í sjókvíaeldum. Breytingar voru gerðar á frumvarpinu en ekki náðist samstaða um að afgreiða það fyrir þinglok.
„Eins og ég hef sagt áður þá höfum við ekki komist að niðurstöðu í meirihlutanum um það hvernig við getum klárað okkur af þessu. Á meðan að sá ágreiningur er ekki leystur þá hef ég ekki séð ástæðu til að leggja málið fram en vil um leið segja að það er verið að vinna að fulli í því að reyna að ná saman,“ segir Bjarkey.
Hún segir eftir sem áður mikilvægt að styrkja lagaramma um lagareldi og vill því ekki útilokað að málið verði lagt fram í breyttri mynd áður en Alþingi lýkur störfum í vor.
„Að mínu mati þurfum við að klára þetta mál. Ég sagði það þegar ég mælti fyrir því að þetta væri þrátt fyrir allt til hins betra. Umgjörðin eins og hún er í dag er ekki góð. En þegar vanda skal til verka þá er líka ágætt að gera það með þessum hætti. Þetta er búið að fara í gegnum mikla umræðu og mun þá aftur fara, kjósi ég að leggja það fram, í gegnum samráðsgátt og hið hefðbundna ferli. Ég tel að það sé vænlegast að gera það þannig en ekki setja það beint inn í þingið aftur óbreytt,“ segir Bjarkey.