„Greiningin leiddi í ljós að verð á markaði í Noregi er í öllum tilfellum töluvert hærra en verð í beinni sölu á Íslandi. Þannig endurspeglar verð á Íslandi ekki raunverulegt aflaverðmæti,“ sagði Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra í dag.
„Það hefur lengi leikið grunur á að verð í innri viðskiptum fyrirtækja, til dæmis milli útgerðar og vinnslu í eigu sömu aðila, væri lægra en markaðsverðið og skoðun okkar staðfestir þetta,“ sagði atvinnuvegaráðherra er hún kynnti breytingar á veiðigjaldi.