Jón Pétursson, sem fer fyrir siglingasviði Rannsóknarnefndar samgönguslysa, segir alla leggjast á eitt til að bæta öryggi til sjós. Til dæmis séu hafnir landsins nú duglegar við að senda menn í þjálfun vegna móttöku skemmtiferðaskipa og dregið hafi stórlega úr óhöppum á RIB-bátum. Málum hjá nefndinni hafi fækkað í fyrra.