Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til hvalveiða á næsta ári. Auk Hvals hf., sem sótti um leyfi til veiði á langreyði í síðasta mánuði, sóttu þrjú félög um leyfi til hrefnuveiða, þ.e. Útgerðarfélagið Vonin ehf. 28. júlí sl., Tjaldtangi ehf. 25. október og Fasteignafélagið Ból ehf. 29. Október. Sagt er frá þessu á visir.is.