Fiskistofa hefur birt tilkynninguá vef sínum um að dögum í grásleppu verði fjölgað úr 35 í 45. Þetta er gert samkvæmt nýrri reglugerð sem tók gildi í dag, 16. maí, og gildir jafnt fyrir þá sem enn eru á veiðum og þá sem eiga eftir að fara á veiðar.

Þeir sem nú þegar hafa lokið 35 dögum geta fengið veiðileyfi sín virkjuð í tíu daga til viðbótar, og þurfa þá að senda póst á [email protected]

Landssamband smábátaeigenda (LS) segir þetta koma verulega á óvart. Af þeim 130 bátum sem verið hafa á grásleppu í ár eru aðeins 35 bátar enn á veiðum.

„Af þeim 95 bátum sem lokið hefur veiðum er um þriðjungur sem hætti áður en 35 daga tímabilið rann út.  Meðaltalsfjöldi veiðidaga hjá þeim 95 sem hættir eru var 32,4 dagar,“ segir á vef LS.