Tollayfirvöld í Noregi hafa það sem af er þessu ári lagt hald á 3.178 kíló af fiskflökum sem reynt var að smygla úr landi. Þetta kemur fram í Fiskeribladet.

Þessi fiskflök svara að sögn Fiskeribladet til um 9,4 tonna af óslægðum fiski. Vitnað er til Baard Nenseter, staðgengils svæðisstjóra hjá Tollinum sem segir smyglið hafa aukist frá árinu 2018, að frátöldum árunum þegar heimsfaraldurinn gekk yfir og ferðafólki fækkaði.

Mest mun vera um smygl út úr Noregi yfir landamærin til Finnlands. Er þar aðallega um að ræða þorsk og ufsa. Einstaklingar frá Litháen, Þýskalandi, Póllandi og Rúmeníu standa að 78,9 prósent þeirra smygltilrauna að því er kemur fram í skýrslu tollayfirvalda fyrir árið 2022.

Smyglarnir reikna út áhættuna

Sektir liggja við smygli á fiski út úr Noregi. Fyrir hverja tilraun greiðast 8.000 norskar krónur, sem er um 105 þúsund íslenskar krónur og að auki er lögð á 200 króna sekt, eða 2.600 krónur í íslenskum, á hvert kíló af fiski - sem síðan er að sjálfsögðu allur gerður upptækur.

Fiskur sem fólk tekur með sér úr landi má aðeins vera til eigin nota og er leyfilegt að taka 18 kíló tvisvar á ári. Tollayfirvöld telja sig hafa vísbendingar um að hluti af fiskinum sé seldur erlendis. Baard Nenseter segir vel hugsanlegt að smyglarnir meti upphæð sektanna og hættuna á að vera staðnir að verki nógu litlar til að þeir láti slag standa.

Hluti af smyglfiskinum er afli frá sjóstangaveiði fyrir ferðamenn en þó ekki allur. Flestir af stærstu smyglurunum hafa ekki skipt við skráð ferðaþjónustufyrirtæki að sögn Baards.

Tollayfirvöld í Noregi hafa það sem af er þessu ári lagt hald á 3.178 kíló af fiskflökum sem reynt var að smygla úr landi. Þetta kemur fram í Fiskeribladet.

Þessi fiskflök svara að sögn Fiskeribladet til um 9,4 tonna af óslægðum fiski. Vitnað er til Baard Nenseter, staðgengils svæðisstjóra hjá Tollinum sem segir smyglið hafa aukist frá árinu 2018, að frátöldum árunum þegar heimsfaraldurinn gekk yfir og ferðafólki fækkaði.

Mest mun vera um smygl út úr Noregi yfir landamærin til Finnlands. Er þar aðallega um að ræða þorsk og ufsa. Einstaklingar frá Litháen, Þýskalandi, Póllandi og Rúmeníu standa að 78,9 prósent þeirra smygltilrauna að því er kemur fram í skýrslu tollayfirvalda fyrir árið 2022.

Smyglarnir reikna út áhættuna

Sektir liggja við smygli á fiski út úr Noregi. Fyrir hverja tilraun greiðast 8.000 norskar krónur, sem er um 105 þúsund íslenskar krónur og að auki er lögð á 200 króna sekt, eða 2.600 krónur í íslenskum, á hvert kíló af fiski - sem síðan er að sjálfsögðu allur gerður upptækur.

Fiskur sem fólk tekur með sér úr landi má aðeins vera til eigin nota og er leyfilegt að taka 18 kíló tvisvar á ári. Tollayfirvöld telja sig hafa vísbendingar um að hluti af fiskinum sé seldur erlendis. Baard Nenseter segir vel hugsanlegt að smyglarnir meti upphæð sektanna og hættuna á að vera staðnir að verki nógu litlar til að þeir láti slag standa.

Hluti af smyglfiskinum er afli frá sjóstangaveiði fyrir ferðamenn en þó ekki allur. Flestir af stærstu smyglurunum hafa ekki skipt við skráð ferðaþjónustufyrirtæki að sögn Baards.