„Þetta er orðið ófremdarástand,“ segir Kristján Berg Ásgeirsson í Fiskikónginum um innkaupamál fiskverslana.

Kristján vísar til þess að fiskbúðir geti ekki lengur fengið keyptan fisk á fiskmörkuðum nema í skömmtum sem séu alltof stórir. Hann tekur dæmi af snurvoðarbát sem komi að landi með fimm tonn af kola.

„Það er bara selt í þrjú hundruð kílóa körum og það er allt of mikið fyrir eina fiskbúð að kaupa þrjú hundruð kíló af kola sem dugir kannski í tvær vikur. Það er bara bull, það er miklu betra að kaupa þetta daglega,“ útskýrir Kristján stöðuna. „Og stundum er ekki einu sinni hægt að taka eitt kar úr fimm tonnum, þú verður að taka fimm tonn eða ekki neitt,“ bætir hann við.

Það eigi að sjálfsögðu við um aðra fisktegundir einnig að þær séu seldar í of stórum einingum fyrir litla fiskkaupmenn og aðra minni aðila sem séu til dæmis að selja til hótela erlendis.

Fisksalar hringja sig saman

„Við erum náttúrlega bara litli kaupmaðurinn á horninu. Þannig að við erum í samstarfi með það að kaupa inn fisk oft. Við hringjum á milli þegar markaðurinn er í gangi og ræðum hvort ég tek þorskinn eða ýsuna. Við erum alltaf að reyna að vera í einhverri samvinnu með það. Ég er ekkert á móti samvinnu en þetta á ekki að þurfa að vera svona,“ segir Kristján.

Skýringuna á þessari þróun segir Kristján vera að finna hjá þeim sem reka fiskmarkaðina.

„Þetta er bara leti hjá fiskmörkuðunum. Þeir nenna ekki að skipta stæðunum. Þá þurfa þeir kannski að merkja karið sér og vigta það sér og svo framvegis. Það er bara leti, ég get ekki flokkað það undir neitt annað,“ segir fisksalinn.

Vill frekar kaupa dýrara

Þá segir Kristján að sjómenn fái ekki hæsta verð fyrir aflann ef ekki sé hægt að skipta honum.

© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

„Ég er kannski til í að borga 50- 60 krónum meira fyrir kílóið ef ég fæ rétt magn,“ segir Kristján sem vill aðgang a ferskum fiski alla daga. „Ég vil frekar kaupa dýrara og vera með ferskt alla daga frekar en að kaupa ódýrt og vera með gamlan fisk restina af vikunni.“

Kristján segir að í viðleitni til að fá þessu breytt hafi verið sendir tölvupóstar og reynt að hringja í menn. Það hafi ekki borið ávöxt. „Það eru sumir markaðir á landinu sem eru bara mjög óliðlegir í þessu,“ segir hann.

Þeir stóru kaupa stórt

Um samkeppnina meðal kaupenda segir Kristján að stórútgerðarfyrirtæki sem séu með stórar vinnslur innanlands kaupi stórar stæður á fiskmörkuðunum. Fiskbúðir kaupi eitt eða tvö prósent af því sem veiðist við Íslandsstrendur og það fari á innanlandsmarkað. Restin fari úr landi.

„Það eru náttúrlega stór fyrirtæki að kaupa fisk sem er síðan flakaður í Póllandi, þau bara fylla heilu gámana. Lítill fisksali á horninu á Sogavegi eða Gnoðarvogi er ekki í neinum gámavís. Þannig að við fisksalar erum að reyna að vinna aðeins saman,“ segir Kristján.

Allir vilji meiri fisksölu

Þessari samvinnu fiskverslana lýsir Kristján nánar þannig að ef hann til dæmis vanti lax eða flutningabíll lendir í óhappi með fisk þá hringi menn sín á milli og láni hver öðrum fisk.

„Þannig að það er góð samvinna þar á milli. Menn vilja hjálpa hver öðrum. Eina markmiðið hjá okkur er að reyna að styrkja fiskneyslu í landinu. Við erum náttúrlega í bullandi samkeppni,“ segir Kristján.

Markmiðið hjá þeim öllum sé þó að reyna að fá fólk til að halda áfram að borða fisk sem sé það hollasta sem fólk geti látið ofan í sig.

„Það gengur bara ekki nógu vel, ef ég á að segja þér alveg eins og er,“ svarar Kristján spurður hvernig sú viðleitni gangi enda fari fiskbúðum fækkandi.

„Pítsukynslóðin“ borðar ekki ýsu

Orsök dvínandi fiskneyslu er að sögn Kristjáns helst að finna í breytingum í matarmenningunni hjá yngri kynslóðunum. Jafnvel þótt verðið yrði lægra sé hann ekki bjartsýnn á aukna fisksölu.

© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

„Það er bara þannig í þjóðfélaginu að þó að kíló af ýsu myndi kosta þúsund kall þá held ég að unga kynslóðin myndi ekki kaupa ýsu. Þetta er bara orðið pítsukynslóð, það var Coco Puffs, nú er það orðið pítsur og einhverjir djúsar. Ég stjórna ekki þróuninni. Ef ég myndi stjórna þessu þá hefði ég ekki tíma til að tala við þig því ég væri að afgreiða fisk,“ segir Kristján.

Eins og Kristján segir er fiskur talinn holl fæða og því nærtækt að spyrja fisksalann hvort hann telji að stjórnvöld ættu að beita sér á einhvern hátt til að ýta undir fiskneyslu. Hann víkur þá fyrst talinu að landbúnaði.

Keppa við niðurgreitt lambakjöt

„Lambakjöt er niðurgreitt um milljarða á hverju ári. Ég er í samkeppni við þetta. Það er engin niðurgreiðsla á fiski. Þegar fólk kaupir lambakjöt úti í búð er búið að greiða það niður um nokkra milljarða. Þannig að þú getur ímyndað þér ef landsmenn fengju bara frían fisk. Þvílíkur lúxus sem það væri,“ segir Kristján og undirstrikar að fisksalar séu í bullandi samkeppni.

„Ef fiskbúðin mín gengi ekki þá þyrfti ég að loka. Það er það sama með landbúnaðinn, ef það borgar sig ekki að rækta lamb þá á það bara að hætta, það á ekki að fara að borga það niður. Ef fiskbúðin mín gengur ekki á ég þá að fá ríkisstyrk?“ spyr Kristján sem er þó alls ekki að hvetja fólk til að hætta að borða lambakjöt.

„Við búum hérna á Íslandi á eyju. Við getum ræktað lambakjötið og erum með fisk hér allt í kring. Við eigum náttúrlega ekki að borða neitt annað. Eigum að borða mikið af því. Svo getum við ræktað grænmeti. Það er nóg til af hita fyrir gróðurhúsin.“

Að koðna undan bákninu

Kristján segir að heilbrigðiseftirlitið og matvælaeftirlitið séu „ekki að hjálpa til“ er komi að rekstri fiskbúða.„Það virðist eins og þau séu í slagsmálum,“ segir Kristján og vísar til þess að verksvið þessara stofnana virðist stundum skarast.

„Þetta er orðið svo mikið bákn að það skilur enginn upp eða niður í þessu. Svo er verið að hringja og biðja um svör en það veit engin svarið. Og það eru engin liðlegheit,“ segir Kristján og bætir við að embætti byggingarfulltrúa þvælist fyrir með smásmugulegar athugasemdir og tefji hlutina úr hófi.

„Ég er alveg að koðna undir þessu í mínum rekstri. Þetta er ekki orðið skemmtilegt að standa í þessu þegar þetta er orðið svona flókið og mikið rugl og ósanngirni,“ segir fiskikóngurinn ósáttur. „Eins og það er gaman að selja fisk þar sem allir eru ánægðir og nóg að gera þá er ekki gaman að vakna á morgnana og fara í vinnuna. Það er orðið þreytt.“

„Þetta er orðið ófremdarástand,“ segir Kristján Berg Ásgeirsson í Fiskikónginum um innkaupamál fiskverslana.

Kristján vísar til þess að fiskbúðir geti ekki lengur fengið keyptan fisk á fiskmörkuðum nema í skömmtum sem séu alltof stórir. Hann tekur dæmi af snurvoðarbát sem komi að landi með fimm tonn af kola.

„Það er bara selt í þrjú hundruð kílóa körum og það er allt of mikið fyrir eina fiskbúð að kaupa þrjú hundruð kíló af kola sem dugir kannski í tvær vikur. Það er bara bull, það er miklu betra að kaupa þetta daglega,“ útskýrir Kristján stöðuna. „Og stundum er ekki einu sinni hægt að taka eitt kar úr fimm tonnum, þú verður að taka fimm tonn eða ekki neitt,“ bætir hann við.

Það eigi að sjálfsögðu við um aðra fisktegundir einnig að þær séu seldar í of stórum einingum fyrir litla fiskkaupmenn og aðra minni aðila sem séu til dæmis að selja til hótela erlendis.

Fisksalar hringja sig saman

„Við erum náttúrlega bara litli kaupmaðurinn á horninu. Þannig að við erum í samstarfi með það að kaupa inn fisk oft. Við hringjum á milli þegar markaðurinn er í gangi og ræðum hvort ég tek þorskinn eða ýsuna. Við erum alltaf að reyna að vera í einhverri samvinnu með það. Ég er ekkert á móti samvinnu en þetta á ekki að þurfa að vera svona,“ segir Kristján.

Skýringuna á þessari þróun segir Kristján vera að finna hjá þeim sem reka fiskmarkaðina.

„Þetta er bara leti hjá fiskmörkuðunum. Þeir nenna ekki að skipta stæðunum. Þá þurfa þeir kannski að merkja karið sér og vigta það sér og svo framvegis. Það er bara leti, ég get ekki flokkað það undir neitt annað,“ segir fisksalinn.

Vill frekar kaupa dýrara

Þá segir Kristján að sjómenn fái ekki hæsta verð fyrir aflann ef ekki sé hægt að skipta honum.

© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

„Ég er kannski til í að borga 50- 60 krónum meira fyrir kílóið ef ég fæ rétt magn,“ segir Kristján sem vill aðgang a ferskum fiski alla daga. „Ég vil frekar kaupa dýrara og vera með ferskt alla daga frekar en að kaupa ódýrt og vera með gamlan fisk restina af vikunni.“

Kristján segir að í viðleitni til að fá þessu breytt hafi verið sendir tölvupóstar og reynt að hringja í menn. Það hafi ekki borið ávöxt. „Það eru sumir markaðir á landinu sem eru bara mjög óliðlegir í þessu,“ segir hann.

Þeir stóru kaupa stórt

Um samkeppnina meðal kaupenda segir Kristján að stórútgerðarfyrirtæki sem séu með stórar vinnslur innanlands kaupi stórar stæður á fiskmörkuðunum. Fiskbúðir kaupi eitt eða tvö prósent af því sem veiðist við Íslandsstrendur og það fari á innanlandsmarkað. Restin fari úr landi.

„Það eru náttúrlega stór fyrirtæki að kaupa fisk sem er síðan flakaður í Póllandi, þau bara fylla heilu gámana. Lítill fisksali á horninu á Sogavegi eða Gnoðarvogi er ekki í neinum gámavís. Þannig að við fisksalar erum að reyna að vinna aðeins saman,“ segir Kristján.

Allir vilji meiri fisksölu

Þessari samvinnu fiskverslana lýsir Kristján nánar þannig að ef hann til dæmis vanti lax eða flutningabíll lendir í óhappi með fisk þá hringi menn sín á milli og láni hver öðrum fisk.

„Þannig að það er góð samvinna þar á milli. Menn vilja hjálpa hver öðrum. Eina markmiðið hjá okkur er að reyna að styrkja fiskneyslu í landinu. Við erum náttúrlega í bullandi samkeppni,“ segir Kristján.

Markmiðið hjá þeim öllum sé þó að reyna að fá fólk til að halda áfram að borða fisk sem sé það hollasta sem fólk geti látið ofan í sig.

„Það gengur bara ekki nógu vel, ef ég á að segja þér alveg eins og er,“ svarar Kristján spurður hvernig sú viðleitni gangi enda fari fiskbúðum fækkandi.

„Pítsukynslóðin“ borðar ekki ýsu

Orsök dvínandi fiskneyslu er að sögn Kristjáns helst að finna í breytingum í matarmenningunni hjá yngri kynslóðunum. Jafnvel þótt verðið yrði lægra sé hann ekki bjartsýnn á aukna fisksölu.

© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

„Það er bara þannig í þjóðfélaginu að þó að kíló af ýsu myndi kosta þúsund kall þá held ég að unga kynslóðin myndi ekki kaupa ýsu. Þetta er bara orðið pítsukynslóð, það var Coco Puffs, nú er það orðið pítsur og einhverjir djúsar. Ég stjórna ekki þróuninni. Ef ég myndi stjórna þessu þá hefði ég ekki tíma til að tala við þig því ég væri að afgreiða fisk,“ segir Kristján.

Eins og Kristján segir er fiskur talinn holl fæða og því nærtækt að spyrja fisksalann hvort hann telji að stjórnvöld ættu að beita sér á einhvern hátt til að ýta undir fiskneyslu. Hann víkur þá fyrst talinu að landbúnaði.

Keppa við niðurgreitt lambakjöt

„Lambakjöt er niðurgreitt um milljarða á hverju ári. Ég er í samkeppni við þetta. Það er engin niðurgreiðsla á fiski. Þegar fólk kaupir lambakjöt úti í búð er búið að greiða það niður um nokkra milljarða. Þannig að þú getur ímyndað þér ef landsmenn fengju bara frían fisk. Þvílíkur lúxus sem það væri,“ segir Kristján og undirstrikar að fisksalar séu í bullandi samkeppni.

„Ef fiskbúðin mín gengi ekki þá þyrfti ég að loka. Það er það sama með landbúnaðinn, ef það borgar sig ekki að rækta lamb þá á það bara að hætta, það á ekki að fara að borga það niður. Ef fiskbúðin mín gengur ekki á ég þá að fá ríkisstyrk?“ spyr Kristján sem er þó alls ekki að hvetja fólk til að hætta að borða lambakjöt.

„Við búum hérna á Íslandi á eyju. Við getum ræktað lambakjötið og erum með fisk hér allt í kring. Við eigum náttúrlega ekki að borða neitt annað. Eigum að borða mikið af því. Svo getum við ræktað grænmeti. Það er nóg til af hita fyrir gróðurhúsin.“

Að koðna undan bákninu

Kristján segir að heilbrigðiseftirlitið og matvælaeftirlitið séu „ekki að hjálpa til“ er komi að rekstri fiskbúða.„Það virðist eins og þau séu í slagsmálum,“ segir Kristján og vísar til þess að verksvið þessara stofnana virðist stundum skarast.

„Þetta er orðið svo mikið bákn að það skilur enginn upp eða niður í þessu. Svo er verið að hringja og biðja um svör en það veit engin svarið. Og það eru engin liðlegheit,“ segir Kristján og bætir við að embætti byggingarfulltrúa þvælist fyrir með smásmugulegar athugasemdir og tefji hlutina úr hófi.

„Ég er alveg að koðna undir þessu í mínum rekstri. Þetta er ekki orðið skemmtilegt að standa í þessu þegar þetta er orðið svona flókið og mikið rugl og ósanngirni,“ segir fiskikóngurinn ósáttur. „Eins og það er gaman að selja fisk þar sem allir eru ánægðir og nóg að gera þá er ekki gaman að vakna á morgnana og fara í vinnuna. Það er orðið þreytt.“