Friðbjörn Ásbjörnsson, framkvæmdastjóri Fisk Seafood, segir að þótt Íslendingar stýri fiskveiðum sínum með kvótakerfi sem sannað hafi ágæti sitt sé nauðsynlegt að stórauka hafrannsóknir til að eyða endalausu þrætum um kvótaúthlutanir.

Þetta kemur fram í ávarpi Friðbjörns í Samfélagsskýrslu Fisk Seafood fyrir árið 2023.

„Láta mun nærri að allur íslenski sjávarútvegurinn nái einungis tæplega hálfu prósenti af heildarneyslu heimsbyggðarinnar á fiskafurðum þegar eldisfiskur er talinn með. Villtir fiskistofnar í hafinu eru langt í frá ótakmörkuð auðlind og verða það aldrei,“ bendir Friðbjörn á í ávarpi sínu.

Hafið þekkir engin landamæri

„Þess vegna stýrum við Íslendingar fiskveiðum okkar með kvótakerfinu sem sannað hefur ágæti sitt um langt skeið. Engu að síður er nauðsynlegt að stórauka hafrannsóknir til þess að eyða hinum endalausu þrætum um hvort rétt sé reiknað og rétt gefið þegar kvóta hvers árs er úthlutað. Um það meginmarkmið að nýta fiskistofnana með sjálfbærum hætti er hins vegar ekki deilt og öllum er ljóst mikilvægi þess að vernda lífríki sjávar með öllum tiltækum ráðum,“ segir Friðbjörn.

Framkvæmdastjórinn minnir síðan á að í þessum efnum ráði Íslendingar ekki einir för. Þótt við getum reynt að hafa áhrif og stutt við alþjóðlegt vísindastarf þekki hafið engin landamæri frekar en loftið.

Skylda til að varðveita lífríkið

„Við erum alla daga háð því hvernig alþjóðasamfélaginu tekst upp við varðveislu þessara miklu auðlinda. Gamla máltækið um að lengi taki sjórinn við er ekki einungis löngu orðið úrelt heldur beinlínis fáránlegt í ljósi þess veruleika sem við blasir í hafi allra heimshorna,“ undirstrikar Friðbjörn.

Þá segir Friðbjörn að væntanlega reiði fáar þjóðir sig meira á verðmætasköpun úr sjó en Íslendingar.

„Enda þótt við höfum hvorki vald né burði til þess að taka til hendinni utan okkar eigin lögsögu ber okkur skylda til þess að varðveita það lífríki sem okkur er trúað fyrir og hefur verið lífsbjörg okkar og fjöregg verðmætasköpunar um aldir. Það er bjargföst sannfæring mín að í þeirri varðstöðu getum við gert margt betur.“

3.376 milljón króna samfélagsspor

Í Samfélagsskýrslu Fisk Seafood eru tekin saman áhrif reksturs fyrirtækisins á samfélagið.

„Samfélagsspor samstæðunnar gefur heildstæða mynd af öllum opinberum gjöldum og sköttum sem greiddir eru til hins opinbera vegna starfsemi félagsins. Samstæðan greiddi 2.066 milljón króna í skatta og gjöld á árinu 2023. Einnig innheimti samstæðan 1.310 milljónir kr. á árinu af starfsfólki fyrir ríkissjóð. Samfélagsspor starfseminnar árið 2023 er því alls 3.376 milljónir króna,“ segir í Samfélagsskýrslunni.

Friðbjörn Ásbjörnsson, framkvæmdastjóri Fisk Seafood, segir að þótt Íslendingar stýri fiskveiðum sínum með kvótakerfi sem sannað hafi ágæti sitt sé nauðsynlegt að stórauka hafrannsóknir til að eyða endalausu þrætum um kvótaúthlutanir.

Þetta kemur fram í ávarpi Friðbjörns í Samfélagsskýrslu Fisk Seafood fyrir árið 2023.

„Láta mun nærri að allur íslenski sjávarútvegurinn nái einungis tæplega hálfu prósenti af heildarneyslu heimsbyggðarinnar á fiskafurðum þegar eldisfiskur er talinn með. Villtir fiskistofnar í hafinu eru langt í frá ótakmörkuð auðlind og verða það aldrei,“ bendir Friðbjörn á í ávarpi sínu.

Hafið þekkir engin landamæri

„Þess vegna stýrum við Íslendingar fiskveiðum okkar með kvótakerfinu sem sannað hefur ágæti sitt um langt skeið. Engu að síður er nauðsynlegt að stórauka hafrannsóknir til þess að eyða hinum endalausu þrætum um hvort rétt sé reiknað og rétt gefið þegar kvóta hvers árs er úthlutað. Um það meginmarkmið að nýta fiskistofnana með sjálfbærum hætti er hins vegar ekki deilt og öllum er ljóst mikilvægi þess að vernda lífríki sjávar með öllum tiltækum ráðum,“ segir Friðbjörn.

Framkvæmdastjórinn minnir síðan á að í þessum efnum ráði Íslendingar ekki einir för. Þótt við getum reynt að hafa áhrif og stutt við alþjóðlegt vísindastarf þekki hafið engin landamæri frekar en loftið.

Skylda til að varðveita lífríkið

„Við erum alla daga háð því hvernig alþjóðasamfélaginu tekst upp við varðveislu þessara miklu auðlinda. Gamla máltækið um að lengi taki sjórinn við er ekki einungis löngu orðið úrelt heldur beinlínis fáránlegt í ljósi þess veruleika sem við blasir í hafi allra heimshorna,“ undirstrikar Friðbjörn.

Þá segir Friðbjörn að væntanlega reiði fáar þjóðir sig meira á verðmætasköpun úr sjó en Íslendingar.

„Enda þótt við höfum hvorki vald né burði til þess að taka til hendinni utan okkar eigin lögsögu ber okkur skylda til þess að varðveita það lífríki sem okkur er trúað fyrir og hefur verið lífsbjörg okkar og fjöregg verðmætasköpunar um aldir. Það er bjargföst sannfæring mín að í þeirri varðstöðu getum við gert margt betur.“

3.376 milljón króna samfélagsspor

Í Samfélagsskýrslu Fisk Seafood eru tekin saman áhrif reksturs fyrirtækisins á samfélagið.

„Samfélagsspor samstæðunnar gefur heildstæða mynd af öllum opinberum gjöldum og sköttum sem greiddir eru til hins opinbera vegna starfsemi félagsins. Samstæðan greiddi 2.066 milljón króna í skatta og gjöld á árinu 2023. Einnig innheimti samstæðan 1.310 milljónir kr. á árinu af starfsfólki fyrir ríkissjóð. Samfélagsspor starfseminnar árið 2023 er því alls 3.376 milljónir króna,“ segir í Samfélagsskýrslunni.