Lagabreytingartillögur varðandi sjávarútveg sem meðal annars byggjast á tillögum úr verkefninu Auðlindinni okkar verða settar fram á Alþingi í vetur. Frumvarp um lagareldi hefur hins vegar verið tekið út af borðinu – í bili að minnsta kosti, að sögn Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra.
Spurð um málin sem hún hyggst koma í gegnum þingið nefnir ráðherra fyrst breytingu á veiðigjaldi, þar sem lögð sé til hækkun gjaldsins á uppsjávartegundir. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa sagt gjaldið á endanum leiða til minni tekna fyrir ríkissjóðs vegna brenglunaráhrifa sem það hafi innan hagkerfisins. Bjarkey vísar því á bug en segir að reikna megi með því að skiptar skoðanir verði um málið á Alþingi.
„Við gerum ráð fyrir þessu í fjárlögum og fjármálaáætlun þannig að þetta er inni í öllum áætlunum um tekjur ríkissjóðs. Ég vonast auðvitað til þess að við náum samkomulagi um þetta því ég tel þetta afar mikilvægt. Það er svo sem ekkert nýtt að útgerðin hefur gjarnan verið mótfallin því og haft allt á hornum sér þegar gjöld á greinina hafa verið hækkuð,“ segir ráðherra.
Hækkunin sé sanngjörn
Bjarkey kveðst alls ekki sammála því að útgerðin megi ekki við hærra veiðigjaldi. „Það eru auðvitað sveiflur í þeirra rekstri eins og hjá öllum öðrum og er einmitt í uppsjávarfiskinum núna en þetta eru tímabil sem ganga yfir og þá eru auðvitað gjöldin samkvæmt því. Ég held að þetta sé bara í rauninni sanngjarnt og vona að við ríkisstjórnarflokkarnir náum saman um þetta og klárum okkur af þessu.“
Þá segist Bjarkey hafa sent sjávarútvegsstefnuna til meðferðar í þingflokkunum. Hún sé að fara í gegnum sértæka og almenna byggðakvótann og hyggist fella þann síðarnefnda niður.
Byggðakvóti virkar ekki
„Ég vísa þar til skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem kemur fram að almenni byggðakvótinn hefur ekki náð þeim markmiðum sem honum var ætlað. Þannig að ég ætla að horfa meira til sértæka byggðakvótans og byggja að hluta til á tillögum sem komu fram í Auðlindinni okkar um það,“ segir Bjarkey.
Ráðherra segir breytingar á almenna byggðakvótanum ekki hafa verið endanlega útfærðar en undirstrikar að samkvæmt Ríkisendurskoðun hafi ekki náðst með honum að uppfylla markmið um að styrkja byggðir. Kvótanum hafi í raun verið dreift allt of víða.
„Ég myndi vilja styrkja frekar sértæka byggðakvótann og rýmka reglurnar í kringum hann að einhverju leyti,“ segir Bjarkey og nefnir í því sambandi svokallaða innviðaleið sem fjallað sé um í Auðlindinni okkar. Þar sé meðal annars rætt um stuðning við þær byggðir sem áður fengu byggðakvóta.
Gagnsæ eignatengsl
„Þetta er ekki útfært ennþá og við erum enn að reyna að tala okkur í gegnum þetta,“ segir ráðherra sem kveðst vonast eftir því að fá fljótlega tillögur um þetta frá innri starfshópi sem skipaður var í matvælaráðuneytinu fyrir hennar tíð á ráðherrastóli.
„Síðan ætla ég að leggja fram frumvarp sem tekur á gagnsæi, það er að segja upplýsinga öflun vegna tengdra aðila. Það er líka sem samkvæmt tillögu starfshóps í Auðlindinni okkar,“ heldur Bjarkey áfram um verkefnaskrá vetrarins.
Það er ekki það eina sem lýtur að gagnsæi því ráðherra áformar einnig að flytja mál sem hún kveður skipta sjómenn talsverðu máli.
Gagnsæi í fiskverði
„Ég ætla að gera breytingu sem kláraðist ekki í vor á verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna. Það snýst um að þeir hafi aðgang að upplýsingum hjá skattinum um fiskverð og afurðaverð. Þeir hafa talið vera skort á því,“ segir Bjarkey sem kveður ráðuneytið nú í samtali við skattayfirvöld reyna að ná samstöðu um málið.
Spurð hvort sjómenn telji sig hlunnfarna segist ráðherra ekki vita um það. „En þeir bara telja að þeir þurfi að hafa betri aðgang að þessum gögnum sem Skatturinn hefur um bæði fiskverðið og afurðaverðið. Þetta snýst líka um að stytta málsferðartíma í ágreiningsmálum hjá sjómönnum og útvegsmönnum,“ útskýrir Bjarkey.
Sanngjarnari strandveiði
Breytingar á strandveiðum eru einnig í áætlunum Bjarkeyjar fyrir veturinn. Þessar breytingar hafi enn ekki verið útfærðar nákvæmlega.
„En ég ætla að reyna að gera kerfið jafnara og sanngjarnara heldur en það hefur verið. Í ljósi þess að við erum alltaf með takmarkaðar heimildir og höfum ekki getað uppfyllt þessa 48 daga þá hefur, eins og þekkt er, svæðið fyrir vestan, A-svæðið, tekið talsvert af þessum fiski og þetta er meira og minna allt saman búið þegar kemur fram í miðjan júlí þegar kannski fer að gefa á Norður- og Austurlandi,“ segir Bjarkey.
Margar hugmyndir
Strandveiðin var áður svæðaskipt og Bjarkey segir það hafa komið betur út. Hún sé þó ekki endilega að tala um svæðaskiptingu aftur. „Það er bara verið að vinna að hugmyndum um það hvernig við getum náð fram meiri jöfnun í þessu heldur en verið hefur,“ segir hún og kveðst eiga von á tillögum um þetta fljótlega.
„Ég á nú ekki að leggja þetta fyrir fyrr en í janúar en vona að einhver drög komi innan ekki mjög langs tíma. Þannig að ég er búin að kasta ýmsu fram og það er bara verið að vinna með það. Ég er búin að eiga talsverð samtöl við sjómenn, bæði fyrir vestan og fyrir norðan og austan. Eins og gengur og gerist hafa margskonar hugmyndir komið fram.“
Greinir á við Sjálfstæðisflokk
Sem fyrr segir verður lagareldisfrumvarpið ekki á dagskrá þingsins í vetur. „Það er kannski fyrst og fremst vegna þess að það var ágreiningur í vor þegar þinginu lauk á milli Sjálfstæðisflokksins og mín,“ segir Bjarkey um ástæðu þess. Út af hafa staðið örfá atriði sem varðað hafa sektir og slíkt.
„Við eigum eftir að sjá til. Það er samtal í gangi á milli stjórnarflokkanna um þessi mál. Það er vilji til þess að reyna að leysa þetta. Eins og ég hef sagt áður þá sé ég ekki ástæðu til að leggja þetta fram nema ég sé viss um að við náum að klára það,“ segir Bjarkey sem aðspurð kveður þessar tafir á afgreiðslunni vera mjög slæmar að sínu mati.
Veiðigjaldið gæti orðið snúið
„Meirihluti nefndarinnar var búinn að komast talsvert áfram og leggja til ýmsar breytingar, til góðs held ég, sem færa fólk nær hvert öðru í þessu núna í vor. En það er auðvitað stórt mál og kannski ekki óeðlilegt að það taki aðeins tíma. Þetta er heildar endurskoðun á lagauhverfi og kannski þurfti það þennan tíma og aðeins meiri tíma til þess að ná saman um það.“
Spurð hvað af þessum málum hún telji að erfiðast muni reynast að koma í gegn um þingið segir Bjarkey erfitt að segja fyrir um það enda séu nálganir fólks á hin ýmsu mál ólíkar. „En það kæmi mér ekki á óvart að veiðigjaldið gæti orðið snúið og kannski gagnsæismálin. Það er það sem mér dettur helst í hug. Ég held að hin málin ættu ekki að flækjast fyrir fólki.“
Lagabreytingartillögur varðandi sjávarútveg sem meðal annars byggjast á tillögum úr verkefninu Auðlindinni okkar verða settar fram á Alþingi í vetur. Frumvarp um lagareldi hefur hins vegar verið tekið út af borðinu – í bili að minnsta kosti, að sögn Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra.
Spurð um málin sem hún hyggst koma í gegnum þingið nefnir ráðherra fyrst breytingu á veiðigjaldi, þar sem lögð sé til hækkun gjaldsins á uppsjávartegundir. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa sagt gjaldið á endanum leiða til minni tekna fyrir ríkissjóðs vegna brenglunaráhrifa sem það hafi innan hagkerfisins. Bjarkey vísar því á bug en segir að reikna megi með því að skiptar skoðanir verði um málið á Alþingi.
„Við gerum ráð fyrir þessu í fjárlögum og fjármálaáætlun þannig að þetta er inni í öllum áætlunum um tekjur ríkissjóðs. Ég vonast auðvitað til þess að við náum samkomulagi um þetta því ég tel þetta afar mikilvægt. Það er svo sem ekkert nýtt að útgerðin hefur gjarnan verið mótfallin því og haft allt á hornum sér þegar gjöld á greinina hafa verið hækkuð,“ segir ráðherra.
Hækkunin sé sanngjörn
Bjarkey kveðst alls ekki sammála því að útgerðin megi ekki við hærra veiðigjaldi. „Það eru auðvitað sveiflur í þeirra rekstri eins og hjá öllum öðrum og er einmitt í uppsjávarfiskinum núna en þetta eru tímabil sem ganga yfir og þá eru auðvitað gjöldin samkvæmt því. Ég held að þetta sé bara í rauninni sanngjarnt og vona að við ríkisstjórnarflokkarnir náum saman um þetta og klárum okkur af þessu.“
Þá segist Bjarkey hafa sent sjávarútvegsstefnuna til meðferðar í þingflokkunum. Hún sé að fara í gegnum sértæka og almenna byggðakvótann og hyggist fella þann síðarnefnda niður.
Byggðakvóti virkar ekki
„Ég vísa þar til skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem kemur fram að almenni byggðakvótinn hefur ekki náð þeim markmiðum sem honum var ætlað. Þannig að ég ætla að horfa meira til sértæka byggðakvótans og byggja að hluta til á tillögum sem komu fram í Auðlindinni okkar um það,“ segir Bjarkey.
Ráðherra segir breytingar á almenna byggðakvótanum ekki hafa verið endanlega útfærðar en undirstrikar að samkvæmt Ríkisendurskoðun hafi ekki náðst með honum að uppfylla markmið um að styrkja byggðir. Kvótanum hafi í raun verið dreift allt of víða.
„Ég myndi vilja styrkja frekar sértæka byggðakvótann og rýmka reglurnar í kringum hann að einhverju leyti,“ segir Bjarkey og nefnir í því sambandi svokallaða innviðaleið sem fjallað sé um í Auðlindinni okkar. Þar sé meðal annars rætt um stuðning við þær byggðir sem áður fengu byggðakvóta.
Gagnsæ eignatengsl
„Þetta er ekki útfært ennþá og við erum enn að reyna að tala okkur í gegnum þetta,“ segir ráðherra sem kveðst vonast eftir því að fá fljótlega tillögur um þetta frá innri starfshópi sem skipaður var í matvælaráðuneytinu fyrir hennar tíð á ráðherrastóli.
„Síðan ætla ég að leggja fram frumvarp sem tekur á gagnsæi, það er að segja upplýsinga öflun vegna tengdra aðila. Það er líka sem samkvæmt tillögu starfshóps í Auðlindinni okkar,“ heldur Bjarkey áfram um verkefnaskrá vetrarins.
Það er ekki það eina sem lýtur að gagnsæi því ráðherra áformar einnig að flytja mál sem hún kveður skipta sjómenn talsverðu máli.
Gagnsæi í fiskverði
„Ég ætla að gera breytingu sem kláraðist ekki í vor á verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna. Það snýst um að þeir hafi aðgang að upplýsingum hjá skattinum um fiskverð og afurðaverð. Þeir hafa talið vera skort á því,“ segir Bjarkey sem kveður ráðuneytið nú í samtali við skattayfirvöld reyna að ná samstöðu um málið.
Spurð hvort sjómenn telji sig hlunnfarna segist ráðherra ekki vita um það. „En þeir bara telja að þeir þurfi að hafa betri aðgang að þessum gögnum sem Skatturinn hefur um bæði fiskverðið og afurðaverðið. Þetta snýst líka um að stytta málsferðartíma í ágreiningsmálum hjá sjómönnum og útvegsmönnum,“ útskýrir Bjarkey.
Sanngjarnari strandveiði
Breytingar á strandveiðum eru einnig í áætlunum Bjarkeyjar fyrir veturinn. Þessar breytingar hafi enn ekki verið útfærðar nákvæmlega.
„En ég ætla að reyna að gera kerfið jafnara og sanngjarnara heldur en það hefur verið. Í ljósi þess að við erum alltaf með takmarkaðar heimildir og höfum ekki getað uppfyllt þessa 48 daga þá hefur, eins og þekkt er, svæðið fyrir vestan, A-svæðið, tekið talsvert af þessum fiski og þetta er meira og minna allt saman búið þegar kemur fram í miðjan júlí þegar kannski fer að gefa á Norður- og Austurlandi,“ segir Bjarkey.
Margar hugmyndir
Strandveiðin var áður svæðaskipt og Bjarkey segir það hafa komið betur út. Hún sé þó ekki endilega að tala um svæðaskiptingu aftur. „Það er bara verið að vinna að hugmyndum um það hvernig við getum náð fram meiri jöfnun í þessu heldur en verið hefur,“ segir hún og kveðst eiga von á tillögum um þetta fljótlega.
„Ég á nú ekki að leggja þetta fyrir fyrr en í janúar en vona að einhver drög komi innan ekki mjög langs tíma. Þannig að ég er búin að kasta ýmsu fram og það er bara verið að vinna með það. Ég er búin að eiga talsverð samtöl við sjómenn, bæði fyrir vestan og fyrir norðan og austan. Eins og gengur og gerist hafa margskonar hugmyndir komið fram.“
Greinir á við Sjálfstæðisflokk
Sem fyrr segir verður lagareldisfrumvarpið ekki á dagskrá þingsins í vetur. „Það er kannski fyrst og fremst vegna þess að það var ágreiningur í vor þegar þinginu lauk á milli Sjálfstæðisflokksins og mín,“ segir Bjarkey um ástæðu þess. Út af hafa staðið örfá atriði sem varðað hafa sektir og slíkt.
„Við eigum eftir að sjá til. Það er samtal í gangi á milli stjórnarflokkanna um þessi mál. Það er vilji til þess að reyna að leysa þetta. Eins og ég hef sagt áður þá sé ég ekki ástæðu til að leggja þetta fram nema ég sé viss um að við náum að klára það,“ segir Bjarkey sem aðspurð kveður þessar tafir á afgreiðslunni vera mjög slæmar að sínu mati.
Veiðigjaldið gæti orðið snúið
„Meirihluti nefndarinnar var búinn að komast talsvert áfram og leggja til ýmsar breytingar, til góðs held ég, sem færa fólk nær hvert öðru í þessu núna í vor. En það er auðvitað stórt mál og kannski ekki óeðlilegt að það taki aðeins tíma. Þetta er heildar endurskoðun á lagauhverfi og kannski þurfti það þennan tíma og aðeins meiri tíma til þess að ná saman um það.“
Spurð hvað af þessum málum hún telji að erfiðast muni reynast að koma í gegn um þingið segir Bjarkey erfitt að segja fyrir um það enda séu nálganir fólks á hin ýmsu mál ólíkar. „En það kæmi mér ekki á óvart að veiðigjaldið gæti orðið snúið og kannski gagnsæismálin. Það er það sem mér dettur helst í hug. Ég held að hin málin ættu ekki að flækjast fyrir fólki.“