Scoresbysund er lengsti fjörður í heimi, nær 350 km inn í austurströnd Grænlands. Þar var Gunnar Júlíusson nýlega á ferð og tók þar myndir af óvenjulegum borgarísjökum. Straumar geta borið þessi ferlíki að Íslandi og nýlega var risavaxinn borgarísjaki lónandi við íslensk fiskiskip á Halamiðum. Borgarísjakinn sem Gunnar myndaði var óvenjulegur að því leyti að hann var þakinn möl og stórum klöppum.

Fiskifréttir leituðu til Ingibjargar Jónsdóttur dósent á jarðvísindadeild Háskóla Íslands um skýringar á þessu fyrirbæri. „Borgarísjakar verða til þegar jöklar kelfa í sjó fram. Þessi jökulbrot geta borið með sér heilmikið efni af landi, örfínt set og upp í stóra hnullunga. Þetta getur verið grjót sem féll ofan á jökulinn með skriðum eða grjóthruni á einhverjum tímapunkti, var pikkað upp af botninum þegar jökullinn ýtti upp efninu sem undir var, gjóska – jafnvel komin mjög langt að, eða efni komið úr jökulruðningum eða urðarröndum sem tengjast jöklinum. Við könnumst öll við hvernig jökuljaðrar geta verið hér á landi, stundum er hreinlega erfitt að greina hvar jökuljaðarinn er vegna alls þess efnis sem getur verið á ísnum. Yfirleitt hrynur þetta efni smátt og smátt af jökunum eftir því sem þeir fá á sig sjó, bráðna og velta um í sjónum. Efnið getur því dreifst víða og er mjög áhugavert í sjálfu sér því það kortleggur nokkurn veginn hvert borgarísjakar hafa komist á hverjum tíma.

ingibjörg jónsdóttir
ingibjörg jónsdóttir
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Setlagafræðingar, sem meðal annars rannsaka fornumhverfi með því að taka kjarna úr sjávarseti, skoða kornastærð efna í setkjörnunum sérstaklega. Yfirleitt er í slíkum kjörnum afar fínkornótt set sem hefur borist með vatni langar leiðir. Allar stærri kornastærðir eru vísbendingar um að þar hafi borgarísjakar farið hjá og efni hrunið af þeim (því grófara efnið sest miklu fyrr til í vatni). Það er erfitt að spá fyrir hvert borgarísjakar fara, því þeir stjórnast af vindum og straumum á nokkuð annan hátt en hefðbundinn hafís (frosinn sjór) vegna þess að þeir eru yfirleitt miklu stærri – rista dýpra og eru þykkari. Oft tugir metra á þykkt. Flestir borgarísjakar frá Scoresbysundi virðast halda sig í Austur-Grænlandsstraumnum og berast þannig til suðurs, en aðrir berast meira til austurs og koma inn á íslensk hafsvæði. Það má vel vera að þessi tiltekni jaki endi á Hampiðjutorginu, hvur veit. Það er ýmislegt á hafsbotni sem getur valdið skemmdum á veiðarfærum – hraun, gamlir jökulgarðar, stærra efni úr borgarísjökum og skipsflök. Ég þyrfti að skoða sérstaklega hvað af þessu er líklegast á Hampiðjutorginu,“ segir Ingibjörg

Torg hins himneska friðar

Torgið er nokkuð stórt svæði sem liggur utan í landgrunnshallanum milli Dohrnbanka og Víkuráls, nokkurn veginn frá norðaustri til suðvesturs. Það er um 70 til 100 mílur vestur af Látrabjargi, um 50 mílna langt og ekki ýkja breitt en dýpkar mikið þegar utar dregur. Þarna eru mikil grálúðumið en Íslendingar hófu veiðar þar á seinni hluta áttunda áratugarins. Erlendir togarar veiddu grálúðu og karfa á þessu svæði, einkum þýskir togarar, allt þar til landhelgin var færð út í 200 mílur. Þetta svæði var fyrst nefnt Hampiðjutorgið en það var einnig kallað Torg hins himneska friðar og var síðan stytt í Torgið. „Fyrst þegar menn byrjuðu að veiða þarna var ekki búið að kortleggja festur. Þá var trollið allt í druslum í öðru hverju holi og menn stóðu tímunum saman í saumaskap. Ef menn komust áfram veiddist vel og þá stóðu þeir upp fyrir haus í lúðu. Þetta var því kallað Torg hins himneska friðar í háði því þarna var aldrei neinn friður,“ sagði skipstjórinn og alþingismaðurinn Guðjón A. Kristjánsson í samtali við Kjartan Stefánsson, þáverandi blaðamann Fiskifrétta, fyrir nokkrum árum. Guðjón lést í marsmánuði 2018.

Scoresbysund er lengsti fjörður í heimi, nær 350 km inn í austurströnd Grænlands. Þar var Gunnar Júlíusson nýlega á ferð og tók þar myndir af óvenjulegum borgarísjökum. Straumar geta borið þessi ferlíki að Íslandi og nýlega var risavaxinn borgarísjaki lónandi við íslensk fiskiskip á Halamiðum. Borgarísjakinn sem Gunnar myndaði var óvenjulegur að því leyti að hann var þakinn möl og stórum klöppum.

Fiskifréttir leituðu til Ingibjargar Jónsdóttur dósent á jarðvísindadeild Háskóla Íslands um skýringar á þessu fyrirbæri. „Borgarísjakar verða til þegar jöklar kelfa í sjó fram. Þessi jökulbrot geta borið með sér heilmikið efni af landi, örfínt set og upp í stóra hnullunga. Þetta getur verið grjót sem féll ofan á jökulinn með skriðum eða grjóthruni á einhverjum tímapunkti, var pikkað upp af botninum þegar jökullinn ýtti upp efninu sem undir var, gjóska – jafnvel komin mjög langt að, eða efni komið úr jökulruðningum eða urðarröndum sem tengjast jöklinum. Við könnumst öll við hvernig jökuljaðrar geta verið hér á landi, stundum er hreinlega erfitt að greina hvar jökuljaðarinn er vegna alls þess efnis sem getur verið á ísnum. Yfirleitt hrynur þetta efni smátt og smátt af jökunum eftir því sem þeir fá á sig sjó, bráðna og velta um í sjónum. Efnið getur því dreifst víða og er mjög áhugavert í sjálfu sér því það kortleggur nokkurn veginn hvert borgarísjakar hafa komist á hverjum tíma.

ingibjörg jónsdóttir
ingibjörg jónsdóttir
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Setlagafræðingar, sem meðal annars rannsaka fornumhverfi með því að taka kjarna úr sjávarseti, skoða kornastærð efna í setkjörnunum sérstaklega. Yfirleitt er í slíkum kjörnum afar fínkornótt set sem hefur borist með vatni langar leiðir. Allar stærri kornastærðir eru vísbendingar um að þar hafi borgarísjakar farið hjá og efni hrunið af þeim (því grófara efnið sest miklu fyrr til í vatni). Það er erfitt að spá fyrir hvert borgarísjakar fara, því þeir stjórnast af vindum og straumum á nokkuð annan hátt en hefðbundinn hafís (frosinn sjór) vegna þess að þeir eru yfirleitt miklu stærri – rista dýpra og eru þykkari. Oft tugir metra á þykkt. Flestir borgarísjakar frá Scoresbysundi virðast halda sig í Austur-Grænlandsstraumnum og berast þannig til suðurs, en aðrir berast meira til austurs og koma inn á íslensk hafsvæði. Það má vel vera að þessi tiltekni jaki endi á Hampiðjutorginu, hvur veit. Það er ýmislegt á hafsbotni sem getur valdið skemmdum á veiðarfærum – hraun, gamlir jökulgarðar, stærra efni úr borgarísjökum og skipsflök. Ég þyrfti að skoða sérstaklega hvað af þessu er líklegast á Hampiðjutorginu,“ segir Ingibjörg

Torg hins himneska friðar

Torgið er nokkuð stórt svæði sem liggur utan í landgrunnshallanum milli Dohrnbanka og Víkuráls, nokkurn veginn frá norðaustri til suðvesturs. Það er um 70 til 100 mílur vestur af Látrabjargi, um 50 mílna langt og ekki ýkja breitt en dýpkar mikið þegar utar dregur. Þarna eru mikil grálúðumið en Íslendingar hófu veiðar þar á seinni hluta áttunda áratugarins. Erlendir togarar veiddu grálúðu og karfa á þessu svæði, einkum þýskir togarar, allt þar til landhelgin var færð út í 200 mílur. Þetta svæði var fyrst nefnt Hampiðjutorgið en það var einnig kallað Torg hins himneska friðar og var síðan stytt í Torgið. „Fyrst þegar menn byrjuðu að veiða þarna var ekki búið að kortleggja festur. Þá var trollið allt í druslum í öðru hverju holi og menn stóðu tímunum saman í saumaskap. Ef menn komust áfram veiddist vel og þá stóðu þeir upp fyrir haus í lúðu. Þetta var því kallað Torg hins himneska friðar í háði því þarna var aldrei neinn friður,“ sagði skipstjórinn og alþingismaðurinn Guðjón A. Kristjánsson í samtali við Kjartan Stefánsson, þáverandi blaðamann Fiskifrétta, fyrir nokkrum árum. Guðjón lést í marsmánuði 2018.