Áhöfnin á varðskipinu Freyju hélt æfingu á Héraðsflóa á dögunum. Skipið er vel tækjum búið, þar á meðal með aflmiklum slökkvibyssum sem eru ákaflega afkastamiklar.

Byssurnar geta dælt um 7.200 rúmmetrum af sjó á klukkustund og kastað vatninu um 220 metra frá skipinu í 110 metra hæð. Tilgangurinn með æfingunni var að viðhalda þjálfun áhafnarinnar og kanna virkni búnaðarins. Dælurnar eru knúnar áfram af aðalvélum skipsins. Æfingin heppnaðist vel en mikilvægt er að áhöfnin geti brugðist við ef eldur kemur upp í skipum, eða á hafnarsvæðum um allt land. Önnur af tveimur slökkvibyssum Freyju er jafn afkastamikil og allar þrjár slökkvibyssurnar á varðskipinu Þór. Hægt er að stýra afköstum búnaðarins sem getur nýst til dæmis til þess að slökkva í bátum úti á sjó og með þessari miklu kasthæð myndi það nýtast við slökkvistarf í stærri skipum, jafnvel farþegaskipum.

Freyja2
Freyja2

Kristinn Ómar Jóhannsson kafari hjá Landhelgisgæslunni er í áhöfn Freyju. Hann tók myndir af því þegar slökkvibyssurnar voru prófaðar. Myndirnar má sjá á Facebook síðu Landhelgisgæslunnar. Myndirnar eru tilkomumiklar og tæplega 700 manns hafa líkað við þá færslu. Alltaf eru tveir kafarar í áhöfn varðskipanna og eitt af hlutverkum þeirra er að skera veiðarfæri úr skrúfum og vera til taks þegar verið að er að hífa menn úr sjó í björgunum.

Freyja4
Freyja4

Áhöfnin á varðskipinu Freyju hélt æfingu á Héraðsflóa á dögunum. Skipið er vel tækjum búið, þar á meðal með aflmiklum slökkvibyssum sem eru ákaflega afkastamiklar.

Byssurnar geta dælt um 7.200 rúmmetrum af sjó á klukkustund og kastað vatninu um 220 metra frá skipinu í 110 metra hæð. Tilgangurinn með æfingunni var að viðhalda þjálfun áhafnarinnar og kanna virkni búnaðarins. Dælurnar eru knúnar áfram af aðalvélum skipsins. Æfingin heppnaðist vel en mikilvægt er að áhöfnin geti brugðist við ef eldur kemur upp í skipum, eða á hafnarsvæðum um allt land. Önnur af tveimur slökkvibyssum Freyju er jafn afkastamikil og allar þrjár slökkvibyssurnar á varðskipinu Þór. Hægt er að stýra afköstum búnaðarins sem getur nýst til dæmis til þess að slökkva í bátum úti á sjó og með þessari miklu kasthæð myndi það nýtast við slökkvistarf í stærri skipum, jafnvel farþegaskipum.

Freyja2
Freyja2

Kristinn Ómar Jóhannsson kafari hjá Landhelgisgæslunni er í áhöfn Freyju. Hann tók myndir af því þegar slökkvibyssurnar voru prófaðar. Myndirnar má sjá á Facebook síðu Landhelgisgæslunnar. Myndirnar eru tilkomumiklar og tæplega 700 manns hafa líkað við þá færslu. Alltaf eru tveir kafarar í áhöfn varðskipanna og eitt af hlutverkum þeirra er að skera veiðarfæri úr skrúfum og vera til taks þegar verið að er að hífa menn úr sjó í björgunum.

Freyja4
Freyja4