Streymt verður frá opnum fundi Auðlindarinnar okkar sem verður haldinn í dag, 8. nóvember, kl. 17:00-19:00 úr Akóges-salnum í Vestmannaeyjum.

Fundurinn er sá þriðji af fjórum sem haldnir verða á landsbyggðinni, síðasti fundurinn verður svo haldinn á Akureyri þann 15. nóvember.
Fundarstjóri fundarins í Vestmannaeyjum er Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Rebekka Hilmarsdóttir sérfræðingur á skrifstofu sjávarútvegs og fyrrum bæjarstjóri Vesturbyggðar mun halda erindi um verkefnið Auðlindin okkar og vinnu starfshópanna Aðgengi, Samfélag, Tækifæri og Umgengni. Hörður Baldvinsson, framkvæmdastjóri Þekkingarsetur Vestmannaeyja verður með innlegg einnig.

Auk þess taka þátt í fundinum þau Benedikt Árnason ráðuneytisstjóri matvælaráðuneytis, Mikael Rafn L. Steingrímsson, sérfræðingur matvælaráðuneyti, Jónas Rúnar Viðarsson sviðsstjóri, Matís og fulltrúi í starfshópnum umgengni, Friðrik Árni Friðriksson, framkvæmdastjóri, Lagastofnun Háskóla Íslands og fulltrúi í starfshópnum aðgengi, Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari, Tækniskólinn og fulltrúi í starfshópnum tækifæri, Gunnar Haraldsson, framkvæmdastjóri Intellecon og formaður starfshópsins samfélag og Óskar Veigu Óskarsson, Sölustjóri Marel og fulltrúi í starfshópnum tækifæri.

Öll þau sem láta sig málefni auðlindarinnar og sjávarútvegsins varða eru hvött til að fylgjast með fundinum, hægt verður að senda inn athugasemdir og fyrirspurnir meðan á fundinum stendur.