Færeyska laxeldisfyrirtækið Bakkafrost hefur fest kaup á Boeing 757-200 þotu til að flytja afurðir sínar yfir hafið. Vélin getur flutt 35 tonn í hverrri ferð. Fyrsta ferðin er áætluð um miðjan október, og verður þá flogið til New York.

Bakkafrost segir frá þessu á vef sínum, en kaupandi vélarinnar er FarCargo, dótturfélag Bakkafrosts.

„Þetta er gamall draumur sem nú er að rætast,“ segir Birger Nielsen, framkvæmdastjóri FarCargo. Og Regin Jakobson, framkvæmdastjóri Bakkafrosts, segir:

„Þetta er nýr kafli í færeyskri viðskiptasögu. Takmarkið er að afhenda ferskan lax af mestu gæðum til Bandaríkjanna, Ísraels og annarra fjarlægra markaða aðeins degi eftir að fiskurinn syndir í færeyskum fjörðum. Við teljum að þetta muni styrkja samkeppnishæfni okkar.“

Til þess að koma afurðunum frá Færeyjum til Bandaríkjanna hefur fram að þessu þurft að flytja fiskinn fyrst til Evrópu og þaðan áfram vestur um haf. Regin segir að nú verði hægt að bjóða ferskari fisk, flutningsleiðin verði styttri, kælikeðjan verði órofin og minna þurfi að losa af gróðurhúsalofttegundum.

Jafnframt verði öðrum færeyskum og alþjóðlegum fyrirtækjum boðið að kaupa sér flutningspláss um borð í vélinni.

Bakkafrost er langstærsta eldisfyrirtæki Færeyja, stofnað 1968 og er nú stærsti atvinnurekandi í Færeyjum í einkageiranum. Fyrirtækið slátraði 96.500 tonnum af eldislaxi árið 2021, bæði í Færeyjum og Skotlandi, og selur 70% afurða sinna til Evrópu en 19% til Norður-Ameríku og 11% til Asíu.

Árið 2019 keypti Bakkafrost skoska laxeldisfyrirtækið The Scottish Salmon Company og tilkynnti nú í sumar að nafni þess verði breytt í Bakkafrost Scotland.

Fyrirtækið stefnir að því að auka framleiðslu sína upp í 150.000 tonn árið 2026. Jafnframt framleiðir fyrirtækið bæði lýsi, fiskimjöl og fóður.

Færeyska laxeldisfyrirtækið Bakkafrost hefur fest kaup á Boeing 757-200 þotu til að flytja afurðir sínar yfir hafið. Vélin getur flutt 35 tonn í hverrri ferð. Fyrsta ferðin er áætluð um miðjan október, og verður þá flogið til New York.

Bakkafrost segir frá þessu á vef sínum, en kaupandi vélarinnar er FarCargo, dótturfélag Bakkafrosts.

„Þetta er gamall draumur sem nú er að rætast,“ segir Birger Nielsen, framkvæmdastjóri FarCargo. Og Regin Jakobson, framkvæmdastjóri Bakkafrosts, segir:

„Þetta er nýr kafli í færeyskri viðskiptasögu. Takmarkið er að afhenda ferskan lax af mestu gæðum til Bandaríkjanna, Ísraels og annarra fjarlægra markaða aðeins degi eftir að fiskurinn syndir í færeyskum fjörðum. Við teljum að þetta muni styrkja samkeppnishæfni okkar.“

Til þess að koma afurðunum frá Færeyjum til Bandaríkjanna hefur fram að þessu þurft að flytja fiskinn fyrst til Evrópu og þaðan áfram vestur um haf. Regin segir að nú verði hægt að bjóða ferskari fisk, flutningsleiðin verði styttri, kælikeðjan verði órofin og minna þurfi að losa af gróðurhúsalofttegundum.

Jafnframt verði öðrum færeyskum og alþjóðlegum fyrirtækjum boðið að kaupa sér flutningspláss um borð í vélinni.

Bakkafrost er langstærsta eldisfyrirtæki Færeyja, stofnað 1968 og er nú stærsti atvinnurekandi í Færeyjum í einkageiranum. Fyrirtækið slátraði 96.500 tonnum af eldislaxi árið 2021, bæði í Færeyjum og Skotlandi, og selur 70% afurða sinna til Evrópu en 19% til Norður-Ameríku og 11% til Asíu.

Árið 2019 keypti Bakkafrost skoska laxeldisfyrirtækið The Scottish Salmon Company og tilkynnti nú í sumar að nafni þess verði breytt í Bakkafrost Scotland.

Fyrirtækið stefnir að því að auka framleiðslu sína upp í 150.000 tonn árið 2026. Jafnframt framleiðir fyrirtækið bæði lýsi, fiskimjöl og fóður.