Streymt verður frá opnum fundi Auðlindarinnar okkar í dag, 15. nóvember, kl. 17:00-19:00 í Hofi á Akureyri.
Fundurinn er sá síðasti af fjórum sem haldnir hafa verið á landsbyggðinni.
Fundarstjóri fundarins á Akureyri er Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyri. Rebekka Hilmarsdóttir sérfræðingur á skrifstofu sjávarútvegs og fyrrum bæjarstjóri Vesturbyggðar mun halda erindi um verkefnið Auðlindin okkar og vinnu starfshópanna Aðgengi, Samfélag, Tækifæri og Umgengni. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra verður með innlegg einnig.

Auk þess taka þátt í fundinum þau Ingunn Agnes Kro, framkvæmdastjóri Jarðvarmi, formaður starfshópsins Tækifæri, Freydís Vigfúsdóttir, sérfræðingur í matvælaráðuneytinu og fulltrúi í starfshópshópnum Umgengni, Eggert Benedikt Guðmundsson, verkfræðingur og formaður starfshópsins Aðgengi, Hreiðar Þór Valtýsson, dósent, Háskólinn á Akureyri og fulltrúi í starfshópnum Samfélag og Mikael Rafn L. Steingrímsson, sérfræðingur hjá matvælaráðuneyti. J

Öll þau sem láta sig málefni auðlindarinnar og sjávarútvegsins varða eru hvött til að fylgjast með fundinum, hægt verður að senda inn athugasemdir og fyrirspurnir meðan á fundinum stendur í gegnum slido.com/audlindinokkar.