Áhugi víða um heim fyrir meiri nýtingu sjávarafurða og aukinni nýsköpun í bláa hagkerfinu, líkt og Íslendingar hafa  lagt kapp á hefur líklega aldrei verið meiri. Íslenski sjávarklasinn hefur um árabil unnið að verkefninu „100% fiskur” sem miðar að því að efla áhuga fyrir aukinni nýtingu sjávarafurða utan Íslands. Nú virðist sem áhuginn hafi magnast og mikil spurn er eftir bæði íslenskum tæknibúnaði og sérþekkingu sem miðar að betri nýtingu. Þessu finna íslensku tæknifyrirtækin vel fyrir.

Þór Sigfússon, stofnandi Íslenska sjávarklasans, heimsótti nýverið fimm fylki í Bandaríkjunum og Kanada og kynnti hugmyndir Sjávarklasans um 100% nýtingu. Sjávarklasinn hefur um árabil byggt upp tengsl við Norður-Ameríku og víðar sem nú virðast vera að skila sér á ýmsan hátt.

Þessi þróun er auðvitað í samræmi við aukinn áhuga á hringrásarhagkerfinu og kröfur um að fyrirtæki minnki sóun og dragi úr kolefnissporinu. Hér er líka verk að vinna þar sem þjóðir henda oft 40-50% af fiskinum og 10 milljónir tonna fara að minnsta kosti til spillis. Fiskifréttir fengu Þór til þess að segja frá því helsta sem för hans til Bandaríkjanna og Kanada skilaði og hugleiðingum hans um alheimsvæðingu „íslenska módelsins“.

„Sjávarklasinn er orðið hálfgerð stoppistöð fyrir áhrifafólk víða um heim sem vill kynna sér 100% fiskinn. Í síðasta mánuði kom sjávarútvegsráðherra Kanada í heimsókn til okkar og í síðustu viku heimsótti forsætisraðherra Portúgals klasann.”

Móðir allra nýsköpunarfyrirtækja

„Áhuginn fyrir íslenska módelinu er afar mikill. Það er frábært að geta sagt okkar vinum fyrir vestan frá því að nú séu tugir nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi sem einungis vinni við að búa verðmætar vörur úr hliðarafurðum sem víðast hvar sé litið á sem efni í landfyllingu.

Kerecis er dæmi um fyrirtæki sem hefur vaxið innan bláa hagkerfisins. Hjá fyrirtækinu á Ísafirði starfa um 400 manns að framleiðslu á húðvörum og vörum til meðferðar á sárum úr fiskroði.
Kerecis er dæmi um fyrirtæki sem hefur vaxið innan bláa hagkerfisins. Hjá fyrirtækinu á Ísafirði starfa um 400 manns að framleiðslu á húðvörum og vörum til meðferðar á sárum úr fiskroði.

Auðvitað stendur Kerecis þar upp úr en svo eru bæði önnur fyrirtæki, rótgróin og ný,  sem vekja athygli. Stundum gleymist hversu merkileg saga mömmu allra þessara fyrirtækja er; Lýsi. Fyrirtækið byrjaði sem eins konar Sorpa sjávarútvegsins fyrir mörgum áratugum. Hóf að hirða slógið sem talið var verðlítið en er nú einn verðmætasti partur fisksins.

Ég er sannfærður um að þau fyrirtæki eins og Lýsi sem hófu þessa vegferð hafi auðveldað Sjávarklasanum að liðsinna fjölmörgum þeim nýju nýsköpunarfyrirtækjum sem á eftir komu.“

Lýsi hf. vinnur verðmætar afurðir úr sjávarfangi og er frumkvöðull á þessu sviði.
Lýsi hf. vinnur verðmætar afurðir úr sjávarfangi og er frumkvöðull á þessu sviði.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Allt frá Namibíu til Kaliforníu

„Við erum núna með dæmi frá ýmsum löndum þar Sjávarklasinn hefur veitt ráðgjöf eða verið hvatningin til þess að lönd, svæði eða einstök fyrirtæki eru að nota hugmyndir okkar um 100% fisk í sinni stefnu. 100% fiskurinn teygir sig því nú allt frá Namibíu til Kaliforníu. Nú skjóta upp kollinum myndir af fiski og hvernig nýta má alla parta hans víða um heim og í öllum þessum tilfellum hefur Sjávarklasinn verið fyrirmynd,“ segir Þór.

Áhugi á vesturströnd Bandaríkjanna

Hann bendir á að í Bandaríkjunum er Íslenski sjávarklasinn í samstarfi við ýmsa aðila sem hafa sýnt áhuga á betri nýtingu og hafa tekið upp 100% stefnuna. Stærsta verkefnið núna sé unnið í samstarfi við ríkin sem eiga land að Mikluvötnum í Bandaríkjunum og Kanada.

„Hér er um stórt verkefni að ræða sem við höfum unnið að náið með Matís og Marel.  Dr. Alexandra Leeper hefur stjórnað þessu verkefni af okkar hálfu. Bandaríkjamenn og Kanadamenn hafa sem sagt sýnt okkar aðferðafræði mikinn áhuga og margir hafa áhuga á að stofna systurklasa Sjávarklasans í þessum löndum.  Okkar öflugustu klasar eru á austurströndinni, bæði í Massachusetts og Maine en í síðustu viku áttum við fundi með bandarískum og kanadískum aðilum frá vesturströndinni sem hafa áhuga á að stofna sjávarklasa.“

Skýringarmynd fyrir nýtingu hvítfisks í Norður-Ameríku. Fiskmjöl og olía úr haus, fryst surimi úr hnakka, fiskmjöl og beinamjöl úr hrygg, fiskmjöl og olía úr roði, fryst hrong, svil, magi, fiskmjöl og olía úr hrognum/slógi, fryst flök og surimi úr kvið, fryst flök og surimi úr flökum, fryst surimi úr stirtlu.
Skýringarmynd fyrir nýtingu hvítfisks í Norður-Ameríku. Fiskmjöl og olía úr haus, fryst surimi úr hnakka, fiskmjöl og beinamjöl úr hrygg, fiskmjöl og olía úr roði, fryst hrong, svil, magi, fiskmjöl og olía úr hrognum/slógi, fryst flök og surimi úr kvið, fryst flök og surimi úr flökum, fryst surimi úr stirtlu.

Sílíkondalur í sjávarútvegi

„Fyrir mér er stofnun systurklasa mjög góð leið til þess að efla tengsl Íslendinga og íslenskra fyrirtækja við öflug svæði í sjávarútvegi og eldi. Um leið er það afar ánægjulegt að hjálpa öðrum þjóðum við að draga úr sóun og minnka kolefnisfótsporið.  Það er líka ótrúlega gefandi að fá að sýna öðrum þjóðum hvað okkar sílíkondalur í sjávarútvegi, eins og við nefnum oft Ísland í okkar lítillæti, er öflugur á öllum sviðum. Við kynnum bæði ótrúlega uppfinningasemi og nýjungar í vinnslu og kælingu sem eru í raun ein veigamesta leiðin fyrir sjávarútveg í oft dreifðum byggðum að vera samkeppnishæfur og að halda í hæft starfsfólk. Um leið getur bætt framleiðni stuðlað að því að dregið verði úr mengandi flutningum með óunninn fisk á milli heimsálfa eins og enn er algengt,“ segir Þór.

Sjávarútvegur sem vaxtargrein – ekki vandamál

„Hindrunin fyrir flest þau svæði sem við erum að vinna með í Norður Ameríku er klárlega stjórnun fiskveiða og þungt kerfi á því sviði. Það er ekkert einfalt að breyta því og þeirri menningu sem þar ríkir. Ég er hinsvegar sannfærður um að ef okkur tekst að örva nýsköpunar- og frumkvöðlaheiminn í þessum heimshluta þá geti það haft mjög jákvæð áhrif, breytt viðhorfum í greininni og hjá stjórnvöldum og örvað alla greinina. Við höfum þegar dæmi af árangri Sjávarklasans í Maine sem hefur liðsinnt nýsköpunarfyrirtækjum sem nú eru að nýta sjávarafurðir, sem áður var hent, í vörur sem seldar eru m.a. á Boston svæðinu og víðar. Þessar sögur eru að opna augu stjórnmálanna vestra fyrir því að sjávarútvegur er vaxtargrein en ekki „vandamál” eins og víða er enn viðkvæðið.“

Skýringarmynd Sjávarklasans á nýtingu þorsks. Afurðirnar eru hágæða matvara, niðursoðin lifur, reyktur og þurrkaður fiskur úr hausum, beinum og heilum fiski, fæðubótarefni af ýmsu tagi, ensím og omega-3 sem nýtist í snyrtivörur og lækningavörur, fiskleður í klæði úr roði, hrogn og svil í kvaíar og annað góðgæti og úr lifrinni eru unnið omega-3 í vökvaformi og hylkjum.
Skýringarmynd Sjávarklasans á nýtingu þorsks. Afurðirnar eru hágæða matvara, niðursoðin lifur, reyktur og þurrkaður fiskur úr hausum, beinum og heilum fiski, fæðubótarefni af ýmsu tagi, ensím og omega-3 sem nýtist í snyrtivörur og lækningavörur, fiskleður í klæði úr roði, hrogn og svil í kvaíar og annað góðgæti og úr lifrinni eru unnið omega-3 í vökvaformi og hylkjum.

Landsliðið í nýsköpun

„Fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings liggur fyrir frumvarp um Sjávarklasa sem á upphaf sitt að rekja til Íslenska sjávarklasans. Við erum afar stolt af því og trúum að slíkt frumvarp, ef það verður að lögum, geti stuðlað að verulegum umbótum í meðferð sjávarafurða í Bandaríkjunum og aukið nýsköpun.

Ég er sannfærður um að við eigum að geta stækkað umtalsvert ráðgjöf á þessu sviði á næstu árum. Í þessum efnum er landsliðið okkar; sérfræðingar Matís, Hafró og Háskóla, tæknifólkið okkar í Marel, Skaganum og víðar, frumkvöðlar í nýsköpunarfyrirtækjum og ekki síst sérfræðingar innan sjávarútvegsfyrirtækjanna, þannig skipað að við erum klárlega heimsmeistarar á þessu sviði. Kannski hefur verkefni Sjávarklasans fyrst og fremst verið að reyna að segja okkur sjálfum frá því hvað við getum gert miklu meira og hversu mikil afburðaþekking er hér á þessu sviði sem getur nýst um allan heim. En til þess þarf aukið samstarf sem ég held að allir séu tilbúnir til að fara í.“

Áhugi víða um heim fyrir meiri nýtingu sjávarafurða og aukinni nýsköpun í bláa hagkerfinu, líkt og Íslendingar hafa  lagt kapp á hefur líklega aldrei verið meiri. Íslenski sjávarklasinn hefur um árabil unnið að verkefninu „100% fiskur” sem miðar að því að efla áhuga fyrir aukinni nýtingu sjávarafurða utan Íslands. Nú virðist sem áhuginn hafi magnast og mikil spurn er eftir bæði íslenskum tæknibúnaði og sérþekkingu sem miðar að betri nýtingu. Þessu finna íslensku tæknifyrirtækin vel fyrir.

Þór Sigfússon, stofnandi Íslenska sjávarklasans, heimsótti nýverið fimm fylki í Bandaríkjunum og Kanada og kynnti hugmyndir Sjávarklasans um 100% nýtingu. Sjávarklasinn hefur um árabil byggt upp tengsl við Norður-Ameríku og víðar sem nú virðast vera að skila sér á ýmsan hátt.

Þessi þróun er auðvitað í samræmi við aukinn áhuga á hringrásarhagkerfinu og kröfur um að fyrirtæki minnki sóun og dragi úr kolefnissporinu. Hér er líka verk að vinna þar sem þjóðir henda oft 40-50% af fiskinum og 10 milljónir tonna fara að minnsta kosti til spillis. Fiskifréttir fengu Þór til þess að segja frá því helsta sem för hans til Bandaríkjanna og Kanada skilaði og hugleiðingum hans um alheimsvæðingu „íslenska módelsins“.

„Sjávarklasinn er orðið hálfgerð stoppistöð fyrir áhrifafólk víða um heim sem vill kynna sér 100% fiskinn. Í síðasta mánuði kom sjávarútvegsráðherra Kanada í heimsókn til okkar og í síðustu viku heimsótti forsætisraðherra Portúgals klasann.”

Móðir allra nýsköpunarfyrirtækja

„Áhuginn fyrir íslenska módelinu er afar mikill. Það er frábært að geta sagt okkar vinum fyrir vestan frá því að nú séu tugir nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi sem einungis vinni við að búa verðmætar vörur úr hliðarafurðum sem víðast hvar sé litið á sem efni í landfyllingu.

Kerecis er dæmi um fyrirtæki sem hefur vaxið innan bláa hagkerfisins. Hjá fyrirtækinu á Ísafirði starfa um 400 manns að framleiðslu á húðvörum og vörum til meðferðar á sárum úr fiskroði.
Kerecis er dæmi um fyrirtæki sem hefur vaxið innan bláa hagkerfisins. Hjá fyrirtækinu á Ísafirði starfa um 400 manns að framleiðslu á húðvörum og vörum til meðferðar á sárum úr fiskroði.

Auðvitað stendur Kerecis þar upp úr en svo eru bæði önnur fyrirtæki, rótgróin og ný,  sem vekja athygli. Stundum gleymist hversu merkileg saga mömmu allra þessara fyrirtækja er; Lýsi. Fyrirtækið byrjaði sem eins konar Sorpa sjávarútvegsins fyrir mörgum áratugum. Hóf að hirða slógið sem talið var verðlítið en er nú einn verðmætasti partur fisksins.

Ég er sannfærður um að þau fyrirtæki eins og Lýsi sem hófu þessa vegferð hafi auðveldað Sjávarklasanum að liðsinna fjölmörgum þeim nýju nýsköpunarfyrirtækjum sem á eftir komu.“

Lýsi hf. vinnur verðmætar afurðir úr sjávarfangi og er frumkvöðull á þessu sviði.
Lýsi hf. vinnur verðmætar afurðir úr sjávarfangi og er frumkvöðull á þessu sviði.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Allt frá Namibíu til Kaliforníu

„Við erum núna með dæmi frá ýmsum löndum þar Sjávarklasinn hefur veitt ráðgjöf eða verið hvatningin til þess að lönd, svæði eða einstök fyrirtæki eru að nota hugmyndir okkar um 100% fisk í sinni stefnu. 100% fiskurinn teygir sig því nú allt frá Namibíu til Kaliforníu. Nú skjóta upp kollinum myndir af fiski og hvernig nýta má alla parta hans víða um heim og í öllum þessum tilfellum hefur Sjávarklasinn verið fyrirmynd,“ segir Þór.

Áhugi á vesturströnd Bandaríkjanna

Hann bendir á að í Bandaríkjunum er Íslenski sjávarklasinn í samstarfi við ýmsa aðila sem hafa sýnt áhuga á betri nýtingu og hafa tekið upp 100% stefnuna. Stærsta verkefnið núna sé unnið í samstarfi við ríkin sem eiga land að Mikluvötnum í Bandaríkjunum og Kanada.

„Hér er um stórt verkefni að ræða sem við höfum unnið að náið með Matís og Marel.  Dr. Alexandra Leeper hefur stjórnað þessu verkefni af okkar hálfu. Bandaríkjamenn og Kanadamenn hafa sem sagt sýnt okkar aðferðafræði mikinn áhuga og margir hafa áhuga á að stofna systurklasa Sjávarklasans í þessum löndum.  Okkar öflugustu klasar eru á austurströndinni, bæði í Massachusetts og Maine en í síðustu viku áttum við fundi með bandarískum og kanadískum aðilum frá vesturströndinni sem hafa áhuga á að stofna sjávarklasa.“

Skýringarmynd fyrir nýtingu hvítfisks í Norður-Ameríku. Fiskmjöl og olía úr haus, fryst surimi úr hnakka, fiskmjöl og beinamjöl úr hrygg, fiskmjöl og olía úr roði, fryst hrong, svil, magi, fiskmjöl og olía úr hrognum/slógi, fryst flök og surimi úr kvið, fryst flök og surimi úr flökum, fryst surimi úr stirtlu.
Skýringarmynd fyrir nýtingu hvítfisks í Norður-Ameríku. Fiskmjöl og olía úr haus, fryst surimi úr hnakka, fiskmjöl og beinamjöl úr hrygg, fiskmjöl og olía úr roði, fryst hrong, svil, magi, fiskmjöl og olía úr hrognum/slógi, fryst flök og surimi úr kvið, fryst flök og surimi úr flökum, fryst surimi úr stirtlu.

Sílíkondalur í sjávarútvegi

„Fyrir mér er stofnun systurklasa mjög góð leið til þess að efla tengsl Íslendinga og íslenskra fyrirtækja við öflug svæði í sjávarútvegi og eldi. Um leið er það afar ánægjulegt að hjálpa öðrum þjóðum við að draga úr sóun og minnka kolefnisfótsporið.  Það er líka ótrúlega gefandi að fá að sýna öðrum þjóðum hvað okkar sílíkondalur í sjávarútvegi, eins og við nefnum oft Ísland í okkar lítillæti, er öflugur á öllum sviðum. Við kynnum bæði ótrúlega uppfinningasemi og nýjungar í vinnslu og kælingu sem eru í raun ein veigamesta leiðin fyrir sjávarútveg í oft dreifðum byggðum að vera samkeppnishæfur og að halda í hæft starfsfólk. Um leið getur bætt framleiðni stuðlað að því að dregið verði úr mengandi flutningum með óunninn fisk á milli heimsálfa eins og enn er algengt,“ segir Þór.

Sjávarútvegur sem vaxtargrein – ekki vandamál

„Hindrunin fyrir flest þau svæði sem við erum að vinna með í Norður Ameríku er klárlega stjórnun fiskveiða og þungt kerfi á því sviði. Það er ekkert einfalt að breyta því og þeirri menningu sem þar ríkir. Ég er hinsvegar sannfærður um að ef okkur tekst að örva nýsköpunar- og frumkvöðlaheiminn í þessum heimshluta þá geti það haft mjög jákvæð áhrif, breytt viðhorfum í greininni og hjá stjórnvöldum og örvað alla greinina. Við höfum þegar dæmi af árangri Sjávarklasans í Maine sem hefur liðsinnt nýsköpunarfyrirtækjum sem nú eru að nýta sjávarafurðir, sem áður var hent, í vörur sem seldar eru m.a. á Boston svæðinu og víðar. Þessar sögur eru að opna augu stjórnmálanna vestra fyrir því að sjávarútvegur er vaxtargrein en ekki „vandamál” eins og víða er enn viðkvæðið.“

Skýringarmynd Sjávarklasans á nýtingu þorsks. Afurðirnar eru hágæða matvara, niðursoðin lifur, reyktur og þurrkaður fiskur úr hausum, beinum og heilum fiski, fæðubótarefni af ýmsu tagi, ensím og omega-3 sem nýtist í snyrtivörur og lækningavörur, fiskleður í klæði úr roði, hrogn og svil í kvaíar og annað góðgæti og úr lifrinni eru unnið omega-3 í vökvaformi og hylkjum.
Skýringarmynd Sjávarklasans á nýtingu þorsks. Afurðirnar eru hágæða matvara, niðursoðin lifur, reyktur og þurrkaður fiskur úr hausum, beinum og heilum fiski, fæðubótarefni af ýmsu tagi, ensím og omega-3 sem nýtist í snyrtivörur og lækningavörur, fiskleður í klæði úr roði, hrogn og svil í kvaíar og annað góðgæti og úr lifrinni eru unnið omega-3 í vökvaformi og hylkjum.

Landsliðið í nýsköpun

„Fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings liggur fyrir frumvarp um Sjávarklasa sem á upphaf sitt að rekja til Íslenska sjávarklasans. Við erum afar stolt af því og trúum að slíkt frumvarp, ef það verður að lögum, geti stuðlað að verulegum umbótum í meðferð sjávarafurða í Bandaríkjunum og aukið nýsköpun.

Ég er sannfærður um að við eigum að geta stækkað umtalsvert ráðgjöf á þessu sviði á næstu árum. Í þessum efnum er landsliðið okkar; sérfræðingar Matís, Hafró og Háskóla, tæknifólkið okkar í Marel, Skaganum og víðar, frumkvöðlar í nýsköpunarfyrirtækjum og ekki síst sérfræðingar innan sjávarútvegsfyrirtækjanna, þannig skipað að við erum klárlega heimsmeistarar á þessu sviði. Kannski hefur verkefni Sjávarklasans fyrst og fremst verið að reyna að segja okkur sjálfum frá því hvað við getum gert miklu meira og hversu mikil afburðaþekking er hér á þessu sviði sem getur nýst um allan heim. En til þess þarf aukið samstarf sem ég held að allir séu tilbúnir til að fara í.“