Ágætar horfur eru í sölu á makrílafurðum á erlendum mörkuðum og verð hafa hækkað frá því á síðustu makrílvertíð. Krafturinn í veiðunum í júlí var minni en í sama mánuði í fyrra og hefur af þeim sökum ekki veiðst jafnmikið magn núna. Veiði hefur verið fremur stopul í Síldarsmugunni. Friðleifur K. Friðleifsson hjá Iceland Seafood segir stóran makríl sem veiddist í íslensku lögsögunni í júlí hafa verið vissa áskorun í sölu.
Fiskurinn sem veiddist í íslensku lögsögunni fram til 1. ágúst var mjög stór. Flestir viðskiptavinir sem kaupa íslenskan makríl hafa ekki keypt mikið af þessum stóra fiski því Íslendingar hafa einfaldlega ekki haft hann í sinni veiði undanfarin ár. Þess vegna er talsverð eftirspurn eftir smærri og millistórum makríl sem við höfum yfirleitt getað afhent í upphafi veiðitímabilsins,“ segir Friðleifur.
Meðalþyngd 670 grömm
Dæmi voru um að makríll sem veiddist innan lögsögunnar í júlí hefði verið hátt í 700 grömm og meðalþyngdin undir lokin á veiðunum í lögsögunni var 670 grömm. Vinnslur á Íslandi hafa margar flakað makríl og aukið þannig virði afurðanna en vegna þess hve fiskurinn var stór hefur komið upp vandi við flökun hans. Þá hefur sala á hausuðum makríl gengið sérstaklega vel. Sá makríll, sem vegur um og yfir 400 grömm, berst nú úr Síldarsmugunni þó enn þá sé magnið ekki mikið. Síðustu fréttir benda þó til að ræst hafi verulega úr veiðinni að undanförnu.
Friðleifur segir að verðið fyrir þann makríl sé jafnvel lítið eitt hærra en það var á sama tíma í fyrra. „Horfurnar eru því nokkuð góðar en ég held að stóra keppikefli Íslendinga sé að ná sínum kvóta en við virðumst vera dálítið eftir á í veiðinni miðað við sama tíma í fyrra.“
Stykkjasala á makríl
Iceland Seafood hefur selt stóra makrílinn sem veiddist innan lögsögunnar í júlí víða um heim, t.a.m. til Suðaustur-Asíu, Egyptalands, Georgíu og Tyrklands sem eru hefðbundnir markaðir fyrir þann makríl sem Íslendingar veiða í júlí. Friðleifur á von á því að í ágúst opnist fleiri sölumöguleikar bæði fyrir smærri fisk og með betri gæðum.
„Það hafa margir kaupendur í raun beðið eftir því að fá smærri fisk og sú bið er vonandi senn á enda. Það er enn þá þannig að á mörgum mörkuðum er verið að selja makríl í stykkjatali til neytenda. Fyrir þá aðila er betra að fá smærri fisk því stykkið er selt á ákveðnu verði. Það eru nokkuð blómleg viðskipti með stykkjasölu á makríl, sérstaklega á mörkuðum sem eru dálítið vanþróaðir og eru ekki að taka inn makríl til vinnslu.“
Friðleifur segir að ekki verði vart við mikla samkeppni á mörkuðum frá öðrum stórum makrílþjóðum, eins og Norðmönnum og ESB sem ætla sér stóra hluti í veiðunum með þríhliða samkomulagi þar sem Færeyingar eru einnig aðilar. Veiðar þessara þjóða eru ekki hafnar af krafti og margir kaupendur vita að sá fiskur er dýrari en sá makríll sem Íslendingar veiða. Iceland Seafood selur mest fyrir tvo til þrjá innlenda framleiðendur og langstærsti einstaki birgirinn er Eskja.
Ágætar horfur eru í sölu á makrílafurðum á erlendum mörkuðum og verð hafa hækkað frá því á síðustu makrílvertíð. Krafturinn í veiðunum í júlí var minni en í sama mánuði í fyrra og hefur af þeim sökum ekki veiðst jafnmikið magn núna. Veiði hefur verið fremur stopul í Síldarsmugunni. Friðleifur K. Friðleifsson hjá Iceland Seafood segir stóran makríl sem veiddist í íslensku lögsögunni í júlí hafa verið vissa áskorun í sölu.
Fiskurinn sem veiddist í íslensku lögsögunni fram til 1. ágúst var mjög stór. Flestir viðskiptavinir sem kaupa íslenskan makríl hafa ekki keypt mikið af þessum stóra fiski því Íslendingar hafa einfaldlega ekki haft hann í sinni veiði undanfarin ár. Þess vegna er talsverð eftirspurn eftir smærri og millistórum makríl sem við höfum yfirleitt getað afhent í upphafi veiðitímabilsins,“ segir Friðleifur.
Meðalþyngd 670 grömm
Dæmi voru um að makríll sem veiddist innan lögsögunnar í júlí hefði verið hátt í 700 grömm og meðalþyngdin undir lokin á veiðunum í lögsögunni var 670 grömm. Vinnslur á Íslandi hafa margar flakað makríl og aukið þannig virði afurðanna en vegna þess hve fiskurinn var stór hefur komið upp vandi við flökun hans. Þá hefur sala á hausuðum makríl gengið sérstaklega vel. Sá makríll, sem vegur um og yfir 400 grömm, berst nú úr Síldarsmugunni þó enn þá sé magnið ekki mikið. Síðustu fréttir benda þó til að ræst hafi verulega úr veiðinni að undanförnu.
Friðleifur segir að verðið fyrir þann makríl sé jafnvel lítið eitt hærra en það var á sama tíma í fyrra. „Horfurnar eru því nokkuð góðar en ég held að stóra keppikefli Íslendinga sé að ná sínum kvóta en við virðumst vera dálítið eftir á í veiðinni miðað við sama tíma í fyrra.“
Stykkjasala á makríl
Iceland Seafood hefur selt stóra makrílinn sem veiddist innan lögsögunnar í júlí víða um heim, t.a.m. til Suðaustur-Asíu, Egyptalands, Georgíu og Tyrklands sem eru hefðbundnir markaðir fyrir þann makríl sem Íslendingar veiða í júlí. Friðleifur á von á því að í ágúst opnist fleiri sölumöguleikar bæði fyrir smærri fisk og með betri gæðum.
„Það hafa margir kaupendur í raun beðið eftir því að fá smærri fisk og sú bið er vonandi senn á enda. Það er enn þá þannig að á mörgum mörkuðum er verið að selja makríl í stykkjatali til neytenda. Fyrir þá aðila er betra að fá smærri fisk því stykkið er selt á ákveðnu verði. Það eru nokkuð blómleg viðskipti með stykkjasölu á makríl, sérstaklega á mörkuðum sem eru dálítið vanþróaðir og eru ekki að taka inn makríl til vinnslu.“
Friðleifur segir að ekki verði vart við mikla samkeppni á mörkuðum frá öðrum stórum makrílþjóðum, eins og Norðmönnum og ESB sem ætla sér stóra hluti í veiðunum með þríhliða samkomulagi þar sem Færeyingar eru einnig aðilar. Veiðar þessara þjóða eru ekki hafnar af krafti og margir kaupendur vita að sá fiskur er dýrari en sá makríll sem Íslendingar veiða. Iceland Seafood selur mest fyrir tvo til þrjá innlenda framleiðendur og langstærsti einstaki birgirinn er Eskja.