Aflaverðmæti við fyrstu sölu í ágúst 2022 var rúmlega 16,8 milljarðar króna samanborið við 15 milljarða í ágúst 2021, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Um 32% af aflaverðmætinu nú í ágúst var vegna þorsks og 27% vegna makríls. Á tólf mánaða tímabilinu frá september 2021 til ágúst 2022 var heildaraflaverðmæti tæpir 188 milljarðar króna sem er 34 milljarði króna meira en á sama tímabili frá 2020-2021. Talnaefni hefur verið uppfært.